Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 17
17
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
samningsaðila til fundar í stjórnarráðinu.
Eftir það boðaði sáttasemjari deiluaðila til
frekari funda. Alla vikuna var fundað stíft
og litlar fréttir.
28. október. Á miðnætti var tilkynnt
að sáttasemjari hefði lagt fram miðlunar-
tillögu til lausnar deilunni. Þar með var
verkfallinu frestað eftir tæpar sex vikur.
Miðlunartillaga er kölluð neyðarúrræði
og hefur ígildi kjarasamnings. Þegar slík
tillaga er lögð fram færist umboð samn-
inganefnda til félagsmanna sjálfra sem
greiða atkvæði um tillöguna.
8. nóvember. Atkvæðagreiðslu um
miðlunartillögu lokið og henni hafnað
með 93% atkvæða, þátttaka í kosningunni
var 93%. Samdægurs lagði LN fram tillögu
sem samninganefnd kennara hafnaði
og lagði hún fram aðra tillögu sem LN
hafnaði að sama skapi. Verkfall hófst því
að nýju á miðnætti þessa dags.
12. nóvember. Svartur dagur í kjara-
sögu kennara. Alþingi lagði fram frum-
varp til laga sem bönnuðu verkfallið og
hvers konar aðgerðir til að knýja fram
kjarabætur.
Kennurum var misboðið þar sem frum-
varpið gerði ráð fyrir að deiluaðilar héldu
áfram sáttaumleitunum til 15. desember
en þá skyldi Hæstiréttur skipa gerðardóm
sem lyki störfum 30. apríl 2005. Kennarar
þyrptust á fund í verkfallsmiðstöð þar sem
frumvarpið var kynnt við þungar undir-
tektir. Fjöldafundur og hörð mótmæli á
Austurvelli. Stjórn KÍ sendi frá sér ályktun
þar sem frumvarpinu var harðlega mót-
mælt. Þar sagði m.a. að stjórn KÍ skoraði á
ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða frum-
varpið með það að leiðarljósi að kennarar
yrðu ekki sendir inn í grunnskólana með
óbreytt kjör og að tímafrestir yrðu styttir
svo að málinu lyki fyrir áramót.
Kjarasamningur undirritaður í skugga gerðardóms
Kennarar sýndu sterka samstöðu og einbeittan vilja til að knýja fram viðunandi kjör
GÓÐU VINIR OG FELAGAR Í ÍSLANDI
Hervið ein fráboðan um, at Føroya
Lærarafelag fríggjadagin 5. nov.
2004 samtykti at stuðla KÍ við Dkr.
100.000,00. Vinarligar heilsanir og góða
eydnu í stríðnum fyri betri lønar- og
arbeiðsviðurskiftum.
Vegna nevndina í Føroya Lærarafelag.
Martin S. Eidesgaard, skrivari
DÝRMÆTUR STUÐNINGUR KOM VÍÐA AÐ
Fjölmargir aðilar, félög og einstaklingar,
sýndu kennurum í verkfalli stuðning í orði
og á borði. Myndarleg fjárframlög komu
frá ýmsum stéttarfélögum, svo sem SFR,
BMH, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar,
BSRB, Verkalýðsfélagi Vestfjarða og
kennarafélögum á Norðurlöndunum
13. nóvember. Frumvarpið verður
að lögum með breytingum sem einkum
vörðuðu tímasetningar. Kennarar mót-
mæltu enn á Austurvelli og lögðu banana
á tröppur Alþingishússins. Margir kenn-
arar hótuðu að mæta ekki til starfa á
mánudag.
15. og 16. nóvember. Skólastarf víðast
í molum. Fáir kennarar mættir til starfa.
Samninganefndir funda hjá sáttasemjara.
17. nóvember. Skólahald með nokkuð
eðlilegu móti. Samningar náðust og voru
undirritaðir í húsi sáttasemjara.
Ræður formanna og ítarlegri fréttir af verk-
fallinu eru á www.ki.is.
GG
Skundað á fund bæjarstjóra á Akureyri.
Ljósmynd BKNE
Biðröð í hraðbankann í IR. Margir
framhaldsskólakennarar styrktu einn FG-kennara í einn
dag í verkfallinu. Ljósmynd Haukur Már Haraldsson.
KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA