Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 16

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 16
16 KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Félagar í FG og SÍ stóðu einhuga í bar- áttu sinni fyrir bættum kjörum. Sam- staða kennara og skólastjórnenda birt- ist ótvírætt í einróma þátttöku í hvers konar aðgerðum til stuðnings kröfun- um. Önnur stéttarfélög, utan KÍ sem innan, stóðu þétt að baki kennurum og sýndu stuðning með ráðum og dáð. Það var á brattann að sækja fyrir for- ystu kennara sem sótti á áttunda tug samningafunda í húsi sáttasemjara. Þann 17. nóvember var loks undirritaður nýr kjarasamningur, í skugga lagasetningar. Með því að ná samningi fyrir 20. nóv- ember kom ekki til þess að gerðardómur, skipaður af Hæstarétti, gerði út um launa- kjör grunnskólakennara eins og lögin gerðu ráð fyrir. Engum þótti hættandi á þann gerning. Þótt ýmsir hafi blendnar tilfinningar til samkomulagsins er litið svo á að náðst hafi áfangi að bættum kjörum grunnskólakennara og skólastjórnenda. Stiklað á stóru 12. október. Fjölsóttir baráttufundir Reykjavík og á Akureyri. Um 1400 manns sóttu baráttufund í Háskólabíói. Eiríkur Jónsson, Finnbogi Sigurðsson, Sigfús Grétarsson o.fl. fluttu ávörp og brýndu sitt fólk. Finnbogi sagði m.a: „Margt hefur áunnist. Komin er niðurstaða í skilgreiningu verkstjórnartímans, kennslu- skyldulækkun um tvær stundir á samn- ingstímanum er í sjónmáli, mótframlag í séreignarsjóð lífeyris er í höfn o.fl.“ Eiríkur Jónsson formaður KÍ flutti kröftuga barátturæðu og reis fólk úr sætum með dynjandi lófataki þegar hann sagði: „Viðsemjendur okkar spyrja enn hvort við ætlum að standa á kröfum okkar. Svarið er já - við bökkum ekki meira!“ Fjöldi tónlistarfólks kom fram á fund- inum í boði FÍH. Samstaða og baráttuandi einkenndi fundinn. Vel á fjórða hundrað grunnskóla- kennara af Norðurlandi mættu á bar- áttufund í Borgarbíói á Akureyri. Reynir Hjartarson fundarstjóri hvatti kennara í baráttunni með stökum og gamanmálum en tónlist skipaði veglegan sess á fund- inum. Meðal ræðumanna voru Jónína Arn- órsdóttir, Birna Margrét Arnþórsdóttir, Finnbogi Sigurðsson og Sigfús Grétarsson. 20. október. Kennarar og stuðnings- menn, um þrjú þúsund manns, fjölmenntu í kröfugöngu og á útifund í Reykjavík. Þá var mánuður liðinn frá því verkfallið hófst. Gengið var frá Hlemmi að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins fór fyrir göngunni. Margir göngumanna báru kröfuspjöld. Ávörp voru flutt á Ingólfstorgi. Baráttu- hugur og samstaða einkenndi fundinn. Þennan sama dag slitnaði upp úr viðræðum samningsaðila. Vonir um að samningar væru í nánd höfðu glæðst en voru ekki á rökum reistar. Kennurum og almenningi var brugðið þegar ríkissátta- semjari sagði að nýr fundur yrði ekki boð- aður fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Samningsaðilar höfnuðu hugmyndum ríkis- sáttasemjara að lausn deilunnar. Eiríkur sagðist telja að samningur á grundvelli tillagna ríkissáttasemjara fengist ekki sam- þykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Enn vantaði fé í launaliðinn. 25. október. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kölluðu fulltrúa Kjarasamningur undirritaður í skugga gerðardóms Kennarar sýndu sterka samstöðu og einbeittan vilja til að knýja fram viðunandi kjör Hornfirskir kennarar í verkfalli. Kennarar stóðu þétt saman í verkfallinu. Ljósmynd: Árni Rúnar Þorvaldsson Eiríkur Jónsson formaður KÍ talar á baráttufundi í Háskólabíói. Á annað þúsund manns sóttu baráttufund í Háskólabíói. Kröfugangan í Reykjavík. Verkfallsmiðstöðvar voru mikið sóttar um land allt.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.