Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2013, Blaðsíða 47

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2013, Blaðsíða 47
minni. Biblíuvers voru meðal þess sem bóklærðir menn lærðu utan að og geymdu í minni sér.21 Ovíst er að til hafi verið heildarþýðing á biblíunni á norrænu máli en gera má ráð fyrir því að guðspjöllin hafi verið til þýdd.22 Algengt var að skýringartextar eða glósur úr skýringarritum fylgdu með biblíuversum. Þýðingin á 1. Mósebók í Gamlatestamentisþýðingunni Stjórn hefur að geyma þess konar skýringargreinar. I Þorláks sögu, elstu sögunni um innlendan dýrling, eru um fjörutíu biblíutilvitnanir. Aðeins tvær orðréttar tilvitnanir eru í styttri gerð Jóns sögu og fimm í hinum lengri. Guðmundar saga Arngríms Brandssonar inniheldur um þrjátíu vísanir í biblíuna en þær eru talsvert umorðaðar og sumar á latínu. Aðeins sjö þeirra geta talist orðréttar tilvitnanir.23 Það er erfitt að skýra þennan mun en það kann að hafa haft áhrif að Þorláks saga er fyrsta sagan um innlendan dýrling og höfundi því verið mikið í mun að vinna verk sitt vel. Sá sem ritaði Þorláks sögu gæti hafa haft hjá sér latneskan biblíutexta og þýtt ritningargreinar um leið og hann setti saman sögu sína. Eins má ætla að hann hafi kunnað einhverjar tilvitnanir utanbókar. Munkar og nunnur áttu að kunna Davíðsálmana og í elstu gerð Þorláks sögu er vitnað í þá alls tólf sinnum.24 Elsti varðveitti íslenski textinn sem tengist vegsömun Þorláks helga er Jarteinabókin sem var lesin upp á alþingi árið 1199.25 Þannig er lýst áhrifunum af upplestri á fyrstu jarteinum hans: Á alþingi þessu enu sama lét Páll byskup ráða upp at bœn manna jarteinir ens sæla Þorláks byskups, þær er hér eru skrifaðar á þessi bók. En þar var sá maðr við staddr er svá var daufr at hann heyrði ekki nema œpt væri at honum. En er jarteinir váru upp sagðar, þá heyrði hann jamn gloggt sem aðrir menn, ok var hann heill orðinn síns meins. Sá var annar við staddr við þenna atburð er svá var óskyggn at hann sá trautt fingra sinna skil ok var eigi verkfœrr, en náliga félauss. Honum fekk mikils er hann heyrði jarteinir ens sæla Þorláks byskups, ok gekk enn í kirkjuna ok lagðisk á knébeð ok bað enn sæla Þorlák byskup með tárum at 21 Carruthers, Mary, The Book of Memory. A Study of Memory in Medieval Cidture, Cambridge: Cambridge University Press, 1992, s. 82, 96,s. 157—174. 22 Kirby, Ian J., Biblical Quotation, s. 14—16. 23 Kirby, Ian J„ Biblical Quotation in Old Icelandic - Norwegian Religious Literature I - II, s. 79 - 81. 24 Um sálmalærdóm, sjá Huga frá Viktorsklaustri, „The Three Best Memory Aids for Learning History“ (de tribus maximis circumstantiis gestorum), þyð. Mary Carruthers, The Medieval Craft ofMemory, Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 2004, s. 32—40. 25 Gottskálk Þ. Jensson hefur sett fram þá hugmynd að Jarteinabákin hafi verið íyrst skráð og lesin á Iatínu og þýdd eða túlkuð samtímis, „Revelaciones Thorlaci episcopi — enn eitt glatað latínurit eftir Gunnlaug Leifsson", Gripla 23/2012, s. 133—175. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.