Félagsbréf - 01.02.1959, Page 3

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 3
Apríl-bók AB Maðurinn og máttarvöldin GUÐMUNDUR GlSLASON HAGALlN islenzkaði Skáldið OlavDuun (1876—1939) er viðurkenndur einhver stór- brotnasti rithöfundur Noregs og djúpsæjasti sálfræðingurinn í evrópiskum bókmenntum. Hann var stílsnillingur, svo að af bar, frumlegur og fyndinn. Söguefni hans eru tekin beint frá alþýð- unni í Naumudal, þar sem Duun fæddist og dvaldi lengstum, en hann hóf norska þjóðlífslýsingu á æðra svið, fékk henni hlutdeild í bókmenntum heimsins. Maðurinn og máttarvöldin er síðasta verk Olavs Duun, kom út ári fyrir dauða hans og er eitt af heilsteyptustu iverkum hans. Sagan geirist að mestu á lítilli ey, sem á — samkvæmt gömlum spádómi — að sökkva í sæ. Jafn- framt því sem skáldið gerir oss þátttakendur í lífsbaráttunni á þessum stað, sýnlr það oss eftir- minnilega sálir fólksins þar, — barna og fullorðinna — grefur fyrir dýpstu rætur. Og vér lifum með honum nóttina, þegar hafið tekur að stíga, taugaspennima, skelfinguna, en einnig baráttu- kjarkinn og lífsþrána. Og í gegnum allt hríslast hin ódrepandi kímni. Maðurinn og máttarvöldin er mikið listaverk. Og þó að sögu- sviðið sé lítið og sérstætt, varðar söguefnið allan heiminn. Stærð um 300 bls. Verð eigi hærra en kr. 88,00 (ób.), kr. 110,00 (ib.). J

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.