Félagsbréf - 01.02.1959, Page 8

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 8
6 FELAGSBREF En þaS er ekki einungis, aS ríkiS hirSi meS tollum þessum fé frá févana bókmenntum, heldur hafa þessar ráðstafanir þau áhrif, að innfluttar bœkur — jafnvel þótt tolllagðar séu — verða miklum mun ódýrari en hinar íslenzku. Þetta eru því jafnframt verndartollar fyrir erlendar bœkur á íslenzkum markaði, svo f jarstceðukennt sem það þó hljómar. Jafnframt því sem ríkið bindur íslenzkri bókaútgáfu f jarhagsbyrðar, sem vart verður risið undir, rekur það sjálft útgáfufyrirtœki í sam- keppni við aðrar útgáfur. Ekki þarf að taka fram, að vegna opinbers styrks œtti slíkt fyrirtœki að geta selt bœkur við vægara verði en aðrir. Svo heiðarlegt sem það þó virðist vera, er liitt þó ískyggilegra, að hér er lagt inn á braut, sem getur orðið hœttuleg prentfrelsi þjóðarinnar. Auðvelt œtti að vera fyrir slíkt ríkisfyrirtœki, ef því vœri stjórnað með það mark fyrir augum, að brjóta á bak aftur sjálfstœðar bóka- útgáfur, og stefndi þá að ríkiseinokun á bókum. Þarf ekki að fjölyrða um, í hvílíkt óefni vœri þá komið. Rangt vœri þó að halda því fram, að ríkið œtti ekki undir neinum kringumstœðum að fást við útgáfu á bókum. En útgáfu ríkisins œtti að takmarka með lögum að einhverju leyti, t. d. við þær bækur, sem svo kostnaðarsamt er að gefa út, að aðrar bókaútgáfur risu ekki undir, vísindabœkur, vísindalegar útgáfur á liandritum, doktorsritgerðir, al- frœðibœkur o. s. frv. Á þeim sviðum bíða hér mikil verkefni og veg- leg, sem brýn nauðsyn er að leyst verði nú þegar. Með því að sinna slíkum verkefnum ynni ríkisútgáfa ómetanlegt gagn, meira en með því að dreifa út sögubókum á jólamarkað.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.