Félagsbréf - 01.02.1959, Page 9
Rætt við Loft Guðmuudsson
Hinn 18. des. 8.1. úthlutaði bókmenntaráð Almenna bókafólagsins bókmennta-
verðlaunum félagsins í fyrsta sinn. Hlaut þau Loftur Guðmundsson fyrir skáldsögu
sína GangrimlahjóliS. Þegar formaður bókmenntaráðs, Gunnar Gunnarsson, rithöf-
undur, aflienti L. G. verðlaunin, mælti hann á þessa leið:
„Almenna bókafélagið hefur ákveðið að veita Lofti Guðmundssyni bókmennta-
verðlaun sín árið 1958 fyrir skáldsöguna Gangrimlahjólið, sérkennilegt listaverk
höfundar, sem þræðir ekki troðnar slóðir, er hann leggur af stað að leita fangbragða
við vandamál líðandi stundar.
Með veitingu verðlaunanna vakti það fyrir Almenna bókafélaginu, jafnframt því
að heiðra höfundinn, að benda félagsmönnum og öðrum lesendum á eftirtektar-
verða bók og um leið sýna þeim, er kynnu að vera á líkri leið staddir og verð-
launahafinn, að það sé áhugamál félagsins að styrkja viðleitni skálda, er sýni vilja
og getu til að ganga eigin götur“.
Samtal það, sem hér fer á eftir, átti sér stað 15. janúar s.l.
— Byrja&ir þú snemma aS fást
við ritstörf?
Alvarlega hóf ég ekki ritstörf,
fyrr en ég samdi leikritið Brym-
hljóS, sem sýnt var í Iðnó 1937 og
hefur síðan verið leikið víða um
land. Ég komst fljótt að raun um,
að það er erfitt að sinna alvarleg-
um ritstörfum samhliða annarri
vinnu, svo að ég tók brátt að fást
nær eingöngu við léttari viðfangs-
efni, sem ekki kröfðust eins mik-
illar einbeitingar.
Um skeið vann ég mikið að
þýðingum, bæði á leikritum og
ýmsum bókum. Ég þýddi m. a.
Flekkaðar liendur eftir Jean Paul
Sartre, Föðurinn eftir Strindberg.
Einnig þýddi ég nokkrar óperett-
ur, t. d. Sumar í Tíról.
Það er miklu léttara að fást við
þýðingar en semja sjálfur. Þá
styðst maður við skorður þær, sem
höfundur verksins setur. En þeg-
ar maður er sjálfur að skálda
— er kannski kominn á sæmi-
legan rekspöl eina kvöldstund,
en verður svo að fara að sofa
frá því, — og kemur svo aftur
að því — að kvöldi næsta dags
eða ef til vill síðar — þá er þetta
orðið hálf-framandi. Vilja slík
vinnubrögð verða all tafsöm.
Annað vildi ég einnig mega
segja um þetta atriði. Ef eitthvert
viðfangsefni hefur tekið mig föst-