Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 10
8
FELAGSBREF
nm tökum, þá liefur það klofið
mig svo við vinnuna á daginn, að
það hefur orðið mér þvingun, ég
lief þreytzt meira af því að geta
ekki sinnt því en þó að ég liefði
verið að vinna að því.
En smám saman tókst mér ein-
livern veginn að gera úr mér tvo
starfsmenn, aunan sem fengizt
Iiefur við liversdagsleg störf á dag-
inn, liinn sem sinnir liugðarefn-
unum á kvöldin og fram eftir nótt-
um. Krefst þetta mikillar þjálf-
unar og tíma, ef til vill hafa þýð-
ingarnar orðið mér þar nota-
drýgsta þjálfunin. Þegar þetta
hafði tekizt, varð mér fyrst kleift
að fást við alvarleg efni.
— Hvers vegna velur þú þér
söguna, en ekki leikritið aS tján-
ingarformi?
Það ber einkum tvennt til þess.
í fyrsta lagi nær sagan til marg-
falt fleiri en leikritið. I öðm lagi
eru þeir, sem velja söguformið,
ekki bundnir túlkun leikenda,
sviði eða öðru slíku. Mætti ef til
vill segja, að um dálítið undan-
hald sé að ræða, því að leikrit er
strangara listform á sviði orðsins,
enn strangara en jafnvel ljóðið.
Annars er ég staðráðinn í að skrifa
eitt leikrit áður en langt líður.
— Þa8 má víst segja, að sögu-
form þau, sem þú hefur valið þér,
séu allnýstárleg í íslenzkum bók-
menntum. Hvers vegna hefur þú
valiS þessi form?
Bæði í Martröðinni og Gang-
rimlalijólinu lief ég valið mér
hálf-abstrakt form, þó að á sinn
liátt sé livort. Er það af tvennu.
í fyrsta lagi vegna þess, að mér
finnst það forrn láta mér bezt —
lief fundið þar sjálfan mig. Vitan-
lega er það hverjum listamanni
lífsnauðsyn að finna það form,
sem á bezt við liann. Meðan hann
er bundinn af öðrum formum eða
uppskriftum annarra, beinlínis
eða óbeinlínis, lilýtur það að
valda uppgerð. Hann verður aldrei
eins samiur í túlkun.
í öðru lagi hef ég valið þetta
form vegna þess, að sagan hlýtur
að hreytast, eins og önnur list-
f.orm, til samræmis við aðrar
hreytingar, sem orðið hafa í þjóð-
félagsháttum og viðliorfum. Og ég
lield líka, að sá tími sé liðinn,
þegar memi verða sagnaskáld
fyrst og fremst, líti á viðfangs-
efnið einkum sem þjóðfélagslegt
atriði, eins og verið liefur lengi.
í stað þess verði viðfangsefnið
maðurinn sjálfur sem maður, —
eins og komið liefur fram í ljóð-
um nýrri skálda, — tilfinningalíf
Iians og innra líf, óliáð þjóðfé-
lagslegum aðstæðum að öðru leyti
en því, hvernig þær orka á mann-
inn sem mann.
Við þetta mætti bæta, að maður
kemst oft miklu nær sannleikan-
um með líkingum en beinni frá-
sögn. Þetta er ekkert nýtt, nægir
að benda á, að á öllum öldum lief-
ur verið gripið til dæmisögunnar