Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 11
PELAGSBREF
9
til skilningsauka, þegar annað
þraut.
— Er GangrimlahjóliS dœmi-
saga?
Já, ég lít alls ekki á liana sem
raunverulega frásögn, stílliun er
af ásettu ráði gerður svipaður og
í dæmisögum, t. a. m. endurtekn-
ingar til þess að ná þeim einræma
tón, sem fylgir ofskipulagi og vél-
rænu starfi. Sömuleiðis það, að
persónurnar eru ekki látnar bera
nein nöfn, og miðar það fyrst og
fremst að því að gera þær að sam-
nefnurum fyrir mismunandi af-
stöðu manna gagnvart þessu of-
skipulagi og vélræna starfi. Og
bin ólilutræna frásögn er fyrst og
fremst til samræmis við hraða og
hnitmiðun liinna vélrænu starfa.
Aftur á móti þar, sem segir frá
forsögunni í þjóðsöguforrni, er
stíllinn rólegur og mun venjulegri.
Það er að fara í geitarhús að
leita idlar að lesa Gangrimlabjól-
ið eins og skáldsögu um tilbúnar
persónur, á sama hátt og það er
til einskis að skoða óhlutræna
niynd sem andlits- eða útlits-lýs-
ingu.
— / mörgum fyrri verkum þín-
um gœtir mikillar kímni.
Það er ofur eðlilegt. Eitt af
liættulegustu einkennum hins vél-
ræna starfs er það, að kímni er
þar enga að finna. Það drepur
smám saman alla meðfædda
kímni mannsins.
— HvaS veldur því, aS þú hefur
valiS þér þaS viSfangseftii, sem þú
fœst viS í Gangrimlahjólinu?
Fyrst og fremst vegna þess, að
ég álít, að mannkynið standi nú
á þeim tímamótum, sem skeri úr
um það, bvort manninum auðnist
að lifa áfram sem einstaklingur
eða livort litið verður á hann ein-
ungis sem framleiðslu í þágu þjóð-
skipulagsins og uppeldi lians og
öll mótun miði við það, á sama
hátt og þegar framleiddir eru
vélalilutir.
Ég álít, að hér sé um að ræða
meiri hættu fyrir framtíð manns-
ins en jafnvel vetnissprengjur og
kjarnorkuvopn. Skipulögð tilraun,
sem gerð var suður í Þýzkalandi