Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 16

Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 16
EIMR BENEDIKTSSON Hér fara á eftir erindi þeirra Bjarna Benedikts- sonar, ritstjóra, og dr. Alexanders Jóhannessonar, prófessors, sem haldin voru á útvarpskvöldi 31. október 1958, er helgað var minningu skáldsins Einars Benediktssonar. BJARNI BENEDIKTSSON HÖFUÐSKÁLD OG BIiAUTRYÐJAXDI KKI er um það deilt, að Einar Benediktsson er einn meðal liöfuðskálda íslenzku þjóðarinnar að fornu og nýju. Um einstök kvæði sýnist að vísu sitt hverjum. Ymsum þykir mest koma til kvæða hans frá miðjum aldri eða síðar, sem flest em þrungin mann- viti, en sum þungskilin nokkuð. Ég minnist þess, að faðir minn sagðist eitt sinn hafa spurt Einar, af hverju hann væri liættur að yrkja eins og hann gerði á yngri árum. Einar svaraði: „Það er eng- inn vandi“. Skáldið hefur eftir því vandað sig meira með hin seinni kvæði, og hygg ég þó, að sum kvæðin í fyrstu bók hansverði flestum öðrum langlífari, einmitt af því, að þar er mikið mannvit og stórar hugsjónir settar fram með einfaldleika snillingsins. Um skáldskap Einars skal ég ekki fjölyrða, því að um hann hafa talað og skrifað mér miklu færari menn. En þó að liætt sé að deila um skáldið Einar Benedikts- son, er hann enn umdeildur að öðru leyti. Allir, sem til hans þekkja, vita, áð hann var ekki gallalaus maður. En svo er enginn af mannanna börnum. Skuggar í mvnd eru og oftast nauðsynlegir til að gefa henni líf og sannleiks- gildi. En voru gallar Einars svo miklir, þegar skáldskapnum slepp- ir, að þeir bæru kostina ofurliði? Réttlættu þeir jafnvel, að honum væri ekki þakkað fyrir kveðskap sinn, svo sem Kristján konungur X. lét ógert eftir drápuna, sem Einar flutti honum 1921? Eða þegar hann var látinn standa úti, á meðan stórmennið sat að snæð- ingi í veizlu ríkisstjórnarimiar á Þingvöllum 1930? Eða er það rétt, sem mikilhæfur íslendingur, nokkru yngri en Einar, sagði við

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.