Félagsbréf - 01.02.1959, Page 23

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 23
PÉLAGSBRÉF 21 ekki láta feður sína segja sér fyrir um allt. Þó hefur fest fleira í liuga mér af því, sem ég heyrði Einar Benediktsson segja en flest amiað, sem að eyrum mínum lief- ur horizt. Bæði sagði hann vitur- lega hluti, sem síðar hafa orðið mér að umhugsunarefni til lær- dóms, og eins tók liann sterklegar til orða til fordæmingar öllum þeim, sem hann taldi sér and- stæða, en ég hefi heyrt nokkurn aunan mann gera fyrr eða síðar. Þótti mér þá sem hann teldi flest- um íslendingum lítt gefið öðrum en föðiur sínum, Benedikt Sveins- syni sýslumaimi, sem hann talaði um af meiri virðingu en ég hefi heyrt nokkurn annan son tala um sinn föður. Þegar ævi Einars tók svo að halla, að hann þurfti mjög um- önnunar annarra við, var hann orðinn einstæðingur. Get ég ekki lokið þessum orðum svo að ég niinnist ekki þeirrar konu, sem enn er á lífi, frú Hlínar Johnson, er um þessar mundir hófst handa um að búa skáldinu þau kjör, sem sæmandi væri. Henni tókst það á þann veg, sem aðdáunarvert er. Dvöl Einars í Herdísarvík, liinu forna en þá afskekkta höfuðbóli, í hraunjaðri undir hrikalegri fjalls- lilíð við sævibarða ströndina, var tignarlegur endir á hans marg- breytilegu, söguríku ævi. Því að enginn getur kynnt sér svo ævi Einars Benediktssonar, að liamx játi ekki, að Einar var í senn meðal höfuðskálda íslend- inga, eiirn stórbrotnasti maður, sem á okkar öld hefur lifað og brautryðjandi, sem um margt sá hvað verða vildi og hafði glæsi- legri hugsjónir um hag fslands og framtíð þjóðarinnar en nokkur annar. Hann gerði allt, sem liaxm mátti, til að hrinda þeim hug- sjónum í framkvæmd. Honum tókst sumt, en mistókst hitt, sem hann lagði sig mest fram um. Með því fékk ævi hans þarm liami- leiksblæ, sem við ber um of mörg mikilmenni. En Einar Benedikts- son verður ekki minni fyrir það, þótt við nú gerum okkur grein fyrir, að samtök þjóðarinnar allr- ar þarf til þess að leysa þann vanda, sem hann ætlaði sér einum og minnstu munaði að hann gerði svo sem hugur lians stóð til.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.