Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 26
24 FÉLAGSBBÉP getað tekið undir og sungið ætt- jarðarkvæði — fólkið kunni kvæð- in. Á mannaniótum í framtíðinni munu fáir geta tekið tmdir ætt- jarðarkvæði, er kunna að verða kveðin, þar sem íslenzkar brag- reglur eru einskis virtar. Þetta minningarkvöld um E. B. ætti að stuðla að því að beina hugum yngstu Ijóðskáldanna að liinum voldugu Ijóðum Einars, sem munu lifa eins lengi og íslenzk tunga er töluð í þessu landi. Einar var heimsborgari, eins og kunnugt er, og dreymdi stóra drauma um framtíð og hlutverk íslenzku þjóðarinnar. Hann lifði á tímum fátæktar og umkomuleys- is íslendinga. En þrátt fyrir það sá bann fyrir, að íslendingar myndu læra að liagnýta sér öll auðæfi lands og sjávar. í Alda- mótaljóðum sínum kemst liann svo að orði: Of lengi í örbirgð stóð einangruð, stjórnlaus þjóð, kúguð og köld. Einokun opni liramm. Iðnaður, vcrzlun, fram! Fram! Tcmdu fossins gainm framfara öld! Einar festi kaup á Þjórsárfoss- um og stofnaði Titanfélagið í Nor- egi og lét norska verkfræðinga reikna út vatnsmagn fossanna og liagnýtingu þeirra til rafmagns. Hami sá í anda stóriðnað rísa og var vel á veg kominn að hrinda þessu í framkvæmd. Titan-félagið var stofnað 1914 og var lilutafé margar milljónir króna. Ár- ið 1951 keypti íslenzka ríkis- stjórnin lilutabréfin fyrir vægt verð og var þessi ráðstöfun ágæt, því að nú er liægt að beizla Þjórs- árfossana hvenær sem þörf krefur, og mun vafalaust ekki langur tími líða miz vatnsafl þeirra verður hagnýtt. Hve stórkostlegar þessar ráðagerðir voru má sjá af því, að áætlað er að virkja megi úr Þjórs- árfossunum með öllum þverám nálega 1 millj. kv., en til saman- burðar má geta þess, að úr Sogs- fossunum fullvirkjuðum munu fást nálega 96000 kílóvött. Það var ekki nema eðlilegt, að sumum íslendingum, er alizt liöfðu upp við fátækt og umkomu- leysi, hrysi hugur við stórliug skáldsins. En nú liafa menn séð, að fullkomið samræmi er milli draumsýna hans, er hugsaði í milljónum króna fyrir þjóðina, og voldugra ljóða hans, er glímdu við dýpstu ráðgátur mannlegs lífs og flutt voru þjóðinni á árum ör- birgðar, en þau munu á ókomnum árum verða sá lífsins brunnur, er íslendingar sækja þrótt í og end- urspegla innsta eðli þeirrar þjóð- ar, er borin er til mikilla afreka.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.