Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 30

Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 30
28 FELAGSBREF fjölgaði jafnt og þétt, þau lágu nokkurn veginn bein í gulum sand- inum. Upp á sandhryggina, niður í lægðirnar hinum megin. Ótaldar grafir sem næsta vindhviða mundi má burt. Sandurinn yrði eins og áður. í augurn mannanna. Ekki í augum vindsins. Ekki lieldur í augum himinsins. Eyðimerkurvindurinn man öll þessi spor sem hann lifir til að eyða. Og liiminninn man þessi spor af því að þau hafa snert liann. Hann hafði tekið af sér skóna og hélt á þeim. Honum leið betur. Sandurinn var mjúkur og þægilega heitur. Sljóleikinn sótti á hann aftur þar sem liann gekk álútur, veruleikinn varð að draumi. Hinum horfna draumi sem liafði rekið hann út í eyðimörkina þar sem sand- urinn var eins og mjúkt, volgt flos. Hann leið eftir þessu flosi eins og þegar skýlmoðri lætur kulið elta sig elftir fölgrænum kvöldhimni haustsins. Skyndilega tók liami eftir því hve allt var rmdarlega kyrrt. Hvert sem hann leit sá hann ekkert nema sand. Enga hreyfingu. Ekk- ert líf. Engan dauða. Nú verð ég að hvíla mig, liugsaði hann, fór úr jakkanum, brqiddi! hann á sandinn og lagðist fyrir. Þannig lá hann langa stund. — Hvers vegna leitar þú mín? Hann leit upp undrandi. Yfir honum stóð gamall maður, hvítskeggj- aður og bjartur í gulum sandinum. — Ég vil fá að vita ...., áræddi liami að segja. — Hver ert þú? Hann sagði nafn sitt. — Ég spurði liver þú vœrir ungi maður. — Ég? Ég . . . Gamli maðurinn rétti honum höndina og reisti hann á fætur. Nú sá hann pálmalund skammt frá þeim og lítið hús. Þeir gengu þangað án þess að talast við. Þegar liann hafði þvegið sér iir lindinni og var kominn aftur inn í húsið sá hann svínakjöt á borðinu. — Viltu ekki borða sonur minn, sagði einsetumaðurinn. — Nei takk, sagði ungi maðurinn með fyrirlitningu. Ég er rétt- trúaður. — Og ef enginn matur væri til nema svínakjöt? Værir þú þá líka rétttrúaður?

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.