Félagsbréf - 01.02.1959, Page 35

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 35
INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON HVfLD Hve ljúft að' mega loka þreyttum augum sjá mynd lieimsins hverfa úr huga eins og strokið sé huldum lófa um enni heyra öskur lífsins hljóðna í eyrum falla sem dropa í hafsins þögn fiima tímann renna gegnum vitund eins og liljómlaust lag sem deyr liggja svo einn í endalausu rúmi nakinn og hreinn með eilífðina í hrjósti. HVfSL 1 MYRKRI Áður en þú komst var ég vanur að liggja einn í myrkrinu og óska að einhver væri hjá mér sem livíslaði nafn mitt eins og þú gerir núna. Og stundum þegar þögnin var liolust reyndi ég að livísla eittlivert nafn eins og einhver væri hjá mér, en ég fann aldrei neitt nógu fallegt. L

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.