Félagsbréf - 01.02.1959, Page 38

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 38
36 FELAGSBREF verð. Það kom í ljós, að meiri liluti atkvæða féll á leik í hlutverki, sem sami leikari liafði farið með áður á leiksviðiuu í Iðnó fyrir 25 árum. Frammistaða Haralds Björnssonar í lilutverki prófessorsins í sjónleiknum „Sá sterkasti“ 1929 var engin snilld, en hún kom á óvart og leikurinn „svo fágaður og kultiveraSur, að langt er síðan sézt liefur liér annað eins“, eins og þá er komizt að orði í einu bæjarblaðanna. Annað blað, miður vinveitt leikaranum, Jjykist vita, að liann lrtifi „notið ýtarlegrar tilsagnar, enda vafalaust séð erlendis ágæta fyrir- mynd í hlutverkinu“. Frannnistaða leikarans 1954 á leiksviði Þjóð- leikhússins var ekki liætis liót merkilegri en 25 árum fyrr, nema síður sé, því að þá naut hann samleiks tveggjg öruggra meðleikenda, frú Soffíu Guðlaugsdóttur og Friðfinns Guðjónssonar. Samt nægði liún leikaranum til verðlauna, enginn fannst verðugri á árinu, þ. e. a. s. sérmenntun hinna yngri manna og veldislyfting listarinnar við til- kornu Þjóðleikhússins nægði ekki til þess að hnekkja hinu gamla meti frá 1929 „með ágætri fyrirmynd“. Listinni liefur lítið þokað fram, ef dæmið er skilið eins og beinast liggur við, án fyrirvara um leikrita- valið áminnzt ár og mögulega missýn dómenda. Þessi skilningur fær stuðning úr amiarri átt. Því liefur verið veitt atliygli, að nærfellt hvert íslenzkt viðfangsefni Þjóðleikliússins, sem áður liafði verið tekið til sýningar á leiksviðinu í Iðnó, smækkaði eða skrumskældist við flutninginn. Meðferðin á „Skugga-Sveini“, „Manni og konu“ og „Pilti og stúlku“ setti eitthvert ónotalegt háðsmerki aftan við þjóðlífslýsingarnar, sem þó eru megin þessara leikrita, og jafnvel „Gullna hliðið“ bar ekki barr sitt í hinni upplýstu dýrð hringsviðsins. Að nokkru leyti kennir liér í Ijós, að þessi leikrit eru skrifnð fyrir einfaldara leiksvið, og miklar tilfæringar auka ekki gildi liinna óbrotnu alþýðuleika. En að langmestu levti verður sökin fundin lijá leikstjór- um og leikendum. Ef til vill er þetta afleiðing leikþreytu og dvínandi áhuga, en það dylst ekki, að kunnátta aukaleikenda og hinna yngri manna, sem nú hafa tekið við áberandi lilutverkum hinna ehlri leik- ara, er traustari á öðru sviði en liinu þjóðlega. Ávinningurinn virðist ekki stórvægilegur, þegar saman fer, að gaml- ar danskar lummur taka vinninginn og íslenzku leikritin setja ofan. III. Leikritaval Þjóðleikliússms liefur oft sætt gagnrýni. Því verður víst heldur ekki neitað, að oft liafi það verið svo. sem af liandahófi. Oftar en ekki liefur ráðið barnaleg ósk að seilast eftir gylltum titlum fínna

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.