Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 45
FELAGSBREF
43
gott eitt að segja um tilraunirnar og
leitina, en það má líka fá sig fullsadd-
an á því eins og öðru.
Maríumyndin markar kannski ekki
tímamót í íslenzkum bókmenntum síðari
ára, en efnið er nýstárlegt, þótt útlent
og fjarlægt sé, og meðferð höfundar á
því ber vitni um að hann hafi komizt
i kynni við verk suðrænna skálda og
lært af þeim að finna fegurðina í ein-
faldleik hins liversdagslega og fábrotna
lífs fólksins, sem býr við sólgylltar
strendur suðlægari landa. Höfundurinn
á eflaust eftir að semja verk, þessu meiri
í sniðum og íslenzkari að efni, en engu
að síður er hókmenntum okkar sómi að
þessari sögu lians.
ÞórSur Einarsson.
Kjartan Ólajsson:
eldúradó
Bókaútgáfan Setberg, 1958.
íslendingar hafa löngum gert víðreist
°g ekki hefur dregið úr ferðalögum
þeirra á undanförnum árum. Nú er svo
koinið að erfitt mun að segja um það
Iiver íslendingur muni víðförlastur, en
tvimælalaust er Kjartan Ólafsson í
flokki þeirra, sem víða6t hafa farið og
kannað hvað ókunnasta stigu fjarlægra
landa. Einn árangur þessara miklu ferða-
k'ga núlifandi íslendinga er álitlegur
Hokkur ferðabóka, sem þeir liafa frum-
samið og aukið með því fjölbreytni
■'útímabókmennta okkar. Er akkur
a,I þeim flestum, þótt misjafnar séu, og
þær virðast að minnsta kosti margar
I"'erjar geta keppt fyllilega við suniar
erlendar ferðabækur, sem þýddar liafa
verið á íslenzka tungu í siauknum mæli,
svo að manni finnst nú næstum nóg um.
Eitt virðist saineiginlegt með þessuin
ferðabókum landanna, að þeir rembast
allir við að koinast sem lengst og fara
sem víðast. Við þetta verður viðdvöliu
á hverjum stað þeim mun skemmri og
kynningin yfirborðskenndari, og tel ég
þetta tvímælalaust galla. Væri ekki nær
að láta sér nægja að fara svolítið
skennnra eða dvelja lengur í einu landi
og geta sagt þeim mun betur og ná-
kvæmar frá því og ibúum þess? Suður-
Ameríka er t. d. enginn smáblettur og
þar búa margar þjóðir, sem eiga sér
mikla og stórfróðlega sögu að baki.
Kjartan Ólafsson, liagfræðingur, er sá
íslenzkur höfundur ferðabóka, sem ég
tel á margan liátt bera af öðrum. Fyrir
fjórum árum kom út ferðabók lians Sól
i fullu suSri, sem sagði frá merkilegu
ferðalagi höfundarins um nokkur ríki
Mið- og Suður-Ameríku. Þótti sú bók
mjög nýstárleg og að ýmsu leyti stór-
brotin, og var tekið með miklum kost-
um, eins og hún átti skilið. í binni nýju
bók sinni heldur höfundur áfram ferð
sinni norður með vesturströnd Suður-
Ameríku, hefur stutta viðkomu í Chile,
Bólivíu og Ecuador, en hókin fjallar að
langmestu leyti um löndin Perú og
Kolombíu, enda munu þau eiga sér einna
merkasta sögu frá fyrri tímum, einkum
þó Perú.
Það gefur frásögn Kjartans alveg sér-
stakt gildi í þessari síðari ferðabók hans
af þessum slóðum, hve hann hefur stað-
góða þekkingu á spænskri tungu og
menningarsögu. Veitir þetta honum enn
betra tækifæri til þess að kynnast og
skilja ýmsa inerkilega þætti í lífi þcss-
ara þjóða, og kryddar hann frásögu
L