Félagsbréf - 01.08.1959, Page 19

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 19
FÉLAGSBRÉF 17 nærfellt 40 bindum, misjafnlega stórum. Slík eru afköstin. Og verk hans eru afar fjölbreytileg að efni og blæ, svo að hér er þess enginn kostur að gera þeim skil í fáum inngangsorðum, enda var það aldrei ætlunin. Borgarættin er aðallega um bræðurna tvo, listamanninn, sem kunni að afla sigurs, en ekki að gæta hans, og djöfla-prestinn samvizkulausa, sem einskis svífðist sér til framdráttar, en iðraðist síðar, endurfæddist sem heilagur maður. Þetta rómantíska og nokkuð andstæðukennda verk býr yfir slíkri spennu og þvílíkum ferskleika, að varla lætur ósnortinn nokkurn með ódoðnuðu til- finningalífi. Að hér hafi ekki verið um neina dægurflugu að ræða niá meðal annars ráða af því, að í fyrra (1958) kom út hjá Gyldendal 16. útgáfa Borgarættarinnar, og hafa þá verið prentuð af henni hjá því forlagi einu 88 þúsund eintök. Um það leyti, er fyrri heimsstyrjöldin geisaði, semur Gunnar emkum eins konar heimspekilegar sögur, þar sem þreytt er glím- an um gátu lífsins, gildi þess og tilgang, án þess að boðuð sé jákvæð niðurstaða eða flutt nokkur prédikun, — það eru raun- sæjar, bölsýniskenndar harmsögur og átakamiklar, Strönd lífsins, Vorgur í véum og Sœlir eru einfaldir, og er tveimur síðari sögun- Uni fundinn staður í Reykjavík samtímans. Þaðan hverfur Gunnar svo til sögulegra skáldsagna og til Fjall- kirkjunnar. Hún er töfrafullur veruleikaheimur, dagsönn skáld- skaparveröld, risin upp af reynslu höfundar, þroskasaga skálds ^rá upphafi vega, rakin með því að skynja umhverfi og tilveru ^rá hans viðhorfi. Og hér verður jafnvel hið smávægilega stór- Vaegilegt: hér er ekkert svo lítið, að það hljóti ekki inntak og gildi yndisleiki, viðkvæmni, kímni, beiskja, — lífsauðlegð í seið- Uiagnaðri stílsnilld. Fjallkirkjan er tvímælalaust eitt af öndvegis- verkum íslenzkra bókmennta allra tíma. Sögulegu skáldsögurnar eru flestar með þyngra svip eða lygn- ara straumi, bera varla með sér eins mikla skáldlega frjósemi, en eiu allt um það traust verk og merk og víða með næmri innlifun

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.