Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 21

Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 21
FÉLAGSBRÉF 19 djúpt í mannlegt eðli. — Hann á tryggð bóndans og traustleika, þrótt hans, þrautseigju og yfirlætisleysi. Og hann á frelsisást bónd- ans, sem er fullvalda í sínu ríki og þolir engar átroðslur nágranna sinna, hvað þá annarra sveita manna. Fyrir því frjálsræði, sem er eitt af frumskilyrðum andlegs lífs og listsköpunar og raunar alls mannsæmandi lífs, — fyrir því frjálsræði hefur Gunnar Gunnarsson barizt af þeim eldmóði, að sumum hefur stundum þótt hvatskeytlegt. Þar hafa sameinazt frelsisþrá mannvinarins og hug- sjónamannsins, tilfinningafuni listamannsins og þrákelkni bónd- ans, einurð og falsleysi Gunnars. En á traustum grundvelli íslenzkra bændaerfða rís svo hjá Gunn- ari það, sem er hans eigið og einskis annars: ímyndunarafl hans og frásagnargáfa, skynsemi hans og tilfinninganæmi, viljastyrkur, lífsreynsla og mannskilningur. Þetta eru að mínu viti þeir þættir, sem list hans er upp af sprottin öðru fremur, — sú list, sem ís- lendingar þakka og hylla hér í dag og munu meta alla daga. I þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að fara með fáein orð úr óprentuðu bréfi, sem séra Matthías skrifaði á efstu árum smum (eða 1918) Halldóru dóttur sinni, þegar Gunnar var nálægt þrítugu og hafði nýlega gefið út Drenginn, eins konar forspjall oða undanfara að Fjallkirkjunni. Séra Matthías skrifar: „Gunnar skáld var hjá mér heilan dag, hann er geníal, orígínal, náttúru- dýrkari og mystíkus með sárri og djúpri reynslu, þótt hann láti Sem ekkert sé. Ég las hans síðasta rit Drengen með aðdáun og rit- a^i dálítinn dóm um kverið í morgun . . . Slíka höfunda er annars ekki heiglum hent að skilja og dæma.“ Þessi orð séra Matthíasar eru hér því einnig afsökun mín. V En við erum hér saman komin öðru fremur til að hlýða á orð skáldsins sjálfs, og skal ég nú senn látið lokið þessum inngangs- 0rðum. Víðkunnasta verk Gunnars — alls prentað í h. u. b. milljón ein-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.