Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 21

Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 21
FÉLAGSBRÉF 19 djúpt í mannlegt eðli. — Hann á tryggð bóndans og traustleika, þrótt hans, þrautseigju og yfirlætisleysi. Og hann á frelsisást bónd- ans, sem er fullvalda í sínu ríki og þolir engar átroðslur nágranna sinna, hvað þá annarra sveita manna. Fyrir því frjálsræði, sem er eitt af frumskilyrðum andlegs lífs og listsköpunar og raunar alls mannsæmandi lífs, — fyrir því frjálsræði hefur Gunnar Gunnarsson barizt af þeim eldmóði, að sumum hefur stundum þótt hvatskeytlegt. Þar hafa sameinazt frelsisþrá mannvinarins og hug- sjónamannsins, tilfinningafuni listamannsins og þrákelkni bónd- ans, einurð og falsleysi Gunnars. En á traustum grundvelli íslenzkra bændaerfða rís svo hjá Gunn- ari það, sem er hans eigið og einskis annars: ímyndunarafl hans og frásagnargáfa, skynsemi hans og tilfinninganæmi, viljastyrkur, lífsreynsla og mannskilningur. Þetta eru að mínu viti þeir þættir, sem list hans er upp af sprottin öðru fremur, — sú list, sem ís- lendingar þakka og hylla hér í dag og munu meta alla daga. I þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að fara með fáein orð úr óprentuðu bréfi, sem séra Matthías skrifaði á efstu árum smum (eða 1918) Halldóru dóttur sinni, þegar Gunnar var nálægt þrítugu og hafði nýlega gefið út Drenginn, eins konar forspjall oða undanfara að Fjallkirkjunni. Séra Matthías skrifar: „Gunnar skáld var hjá mér heilan dag, hann er geníal, orígínal, náttúru- dýrkari og mystíkus með sárri og djúpri reynslu, þótt hann láti Sem ekkert sé. Ég las hans síðasta rit Drengen með aðdáun og rit- a^i dálítinn dóm um kverið í morgun . . . Slíka höfunda er annars ekki heiglum hent að skilja og dæma.“ Þessi orð séra Matthíasar eru hér því einnig afsökun mín. V En við erum hér saman komin öðru fremur til að hlýða á orð skáldsins sjálfs, og skal ég nú senn látið lokið þessum inngangs- 0rðum. Víðkunnasta verk Gunnars — alls prentað í h. u. b. milljón ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.