Félagsbréf - 01.08.1959, Page 24
SIGURÐUR BENEDIKTSSON GRÖNDAL:
LJÓSBROT í HÚMI
1.
Fuglarnir hafa ekkert sungið það sem af er dagsins. Ég hefi að minnsta
kosti ekkert heyrt til þeirra.
En sú kyrrð og ofsalegi hiti. Þarna liggja kettlingarnir mínir, litlu ang-
arnir, marflatir og teygja úr löppunum. Þeir hafa ólmazt og eru nú dauð-
þreyttir. Það gljáir á þriflega skrokkana.
Hitinn hefur undarleg, lamandi áhrif á mig. Það liggur eitthvað sálrænt
dularmagn í loftinu; það setur að mér geig.
Ég fer til og leik mér við kettlingana. Lítið puntstrá er gott til þess
að kitla þá með: „Svona, skammirnar, nei, þetta dugar ekki; þessi kátína
og ofsi þrátt fyrir hitann.“ Og nú hlaupa þeir upp á brjóst mitt, framan
í mig; þeir klóra mig. Ég stend upp, en þá hanga þeir í mér. Ég hristi
þá af mér: „Svei! Burt með ykkur!“ Strax fæ ég samvizkubit, því hræðslan
er svo augljós í svip þeirra.
Ég geng spölkorn frá þeim og leggst aftur niður. Grasið bærist ekki;
einstaka strá svignar, þegar fiðrildi sezt á það. Ég velti mér við og ligg
á grúfu við mosaþembu. Þar er kvikt af lífi, sægur lítilla skordýra er á
ferli, fram og aftur. Ég tek eftir stórri könguló, sem fer hratt yfir, og
ég velti mér á hliðina til þess að fylgja henni eftir með augunum, en þa
tek ég eftir nokkrum smárablómum. Ég velti mér til þeirra, anda djúp1
að mér og drekk angan þeirra, dreg andann hægt og þungt, hvað eftir
annað. Um leiö og ég rís upp, slít ég stærsta blómið með legg, og ber
það að vitum mér, og fram á varir mínar koma orðin — angan hennar-
Um leið og þessi orð koma fram á varir mér, hljómar stef fyrir eyrum
mér. Ég þekki þegar hljómbrotið. Það er úr hljómkviðu Beethovens. Ég
raula stefið og rölti af stað, eins og í leiðslu.
Ég hefi gengið drjúgan spöl og er kominn niður undir mýrarfláka, sem