Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 28
26
FÉLAGSBRÉF
ir á rás til þjóðvegarins, þar sem einhver umferð helzt er: „Oh boy,
stúlka, stúlka ...“
Einn af setuliðsmönnunum kemur til okkar Brynhildar. Ég kannast við
Dick, föngulegur maður, að því er mér finnst. Hann ávarpar mig þessu
vanalega:
„Hvemig hefurðu það?“
„Svona sæmilegt.“
Hann býður mér vindling, en ég kýs heldur pípuna mína. Hann ýtir
við Brynhildi með fætinum, en svo stingur hann tánum undir hnésbót
hennar og dregur fótinn hlæjandi að sér. Hún sezt upp.
„Dick, æ seztu. Komdu Dick!“
Hann sezt á milli okkar. Þá tekur hún til við að snyrta sig, en hann leggur
handlegginn utan um hana. Hún hlær, skrækir og iðar. Hann tekur nú
undan blússu sinni súkkulaði, appelsínur, tyggigúmmí og vindlinga og
raðar þessu í kjöltu hennar.
„Eigum við að sigla á vatninu í kvöld,“ segi ég við Brynhildi.
„Sigla í logni, og báturinn ára- og seglalaus!“
„Ég sagði nú svona, en annars veiztu, að það eru tvær árar í bátnum.“
„Já, ég veit, en við sleppum því í kvöld.“
„Einmitt, ég skil.“
„Skilur, jæja, viltu appelsínu?“
„Sama og þegið,“ svara ég og rís á fætur. Ég kreppi hnefana í vös-
unum, horfi á Dick, en sé hvorki óvild né sigurbros á andliti hans, en þó
virðist mér svipur hans tvíræður.
Dick dregur nú enskunámsbók úr vasa sínum og réttir Brynhildi.
„Hva, hvað meinarðu maður?“
„Þú sagðist vilja læra ensku, og ég get hjálpað þér.“
„Bölvaður asni ertu. Hvað á ég að gera með enskunámsbók? Nei góði
minn, það er ekki fyrir mig.“
Brynhildur dæsir, stingur upp í sig súkkulaðibita og smjattar á honum
hálf ólundarleg á svipinn. Dick hreyfir sig, eins og hann ætli að fara. Þá
segir hún:
„Jæja Dick, jú annars, komdu með bókina.“
Bókin liggur opin á hnjám þeirra. Þau leggja vanga að vanga. Ég sný
mér undan, og þegar ég held af stað, segi ég: