Félagsbréf - 01.08.1959, Side 36

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 36
34 FÉLAGSBRÉF veðrungsmann, eins og Sturlungar voru sjálfir, og lét lífið með honum. En stjórnmálin voru Jóni Sigurðs- syni enginn munaður, enginn nautn- arauki — enda má varla nefna við- fangsefni hans stjórnmál gagnvart honum sjálfum. Velferð þjóðar hans, líf hennar og framtíð, var líf hans sjálfs, og hver hans andardráttur var allt eitt frá æskuárum til grafar. Hann átti sér enga dægradvöl — hann lék sér ekki að gimsteinasörvi orðanna, þó að hann hefði sjálfur kafað djúp tungu sinnar flestum frem- ur. — Og gat Jón Sigurðsson ekki ort vísu? Fávíslega væri þá spurt, þó að ljóðin hafi ekki legið honum á hraðbergi. En honum kann að hafa Iþótt allvel fyrir því efni séð, þar sem Jónas var og aðrir landar hans í Höfn. Sjálfur hafði hann öðru að sinna. Eiríkur Briem, sá sem talaði ungur yfir líkbörum hans, hann mun segja hinn einfaldasta og sannasta hl'it í hinu gagnorða snilldarverki sinu, grein um forsetann: að Jón Sigurðsson vissi snemma sína út- valning. Embættispróf og heims- fögnuður varð honum fánýti. Ekkert mátti verða honum til tafar. Hann gekk í hauga, en ekki til auðs né skrauts. Hann gekk í haug förnra og rotnaðra skjala og bar þaðan í kyrr- þey vopnin handa þjóð sinni, undir þá orustu sem að höndum fór: sög- una, staðreyndirnar, sannleikann. Hann bar þaðan það sverð, sem skáld- um og skartmönnum tungunnar þótti sem ryðfrakki einn. En er það kom í steininn, þá hrundi af ryðið sem hismi og brandurinn blikaði í hönd- um þessa manns, bitur og skínandi. Við, sem þegar eigum nú að ganga af hátíðarsvæði þessa heims, við höf- um lifað marga vordaga þjóðlífsins, fagra daga, sem Jón Sigurðsson og hans öld bjó okkur í hendur: vor aldamótanna og innlenda stjórn; 1908, þegar þessi þjóð kastaði af sér svefnvoðunum, heldur harkalega; hina hrifningarlausu en gagnsömu réttarsætt 1918; hátíð hugans 1930. Og við höfum lifað þá hljóðu, örlagaríku aprílnótt, þegar alþ.ngi leysti á einni stundu, í kyrrð og djúpri alvöru, þann hnút sem Hákou gamli reið okkur íslendingum fyrir 700 árum. Við lifðum 1944, og síð- an marga vonarstund og marga háskastund, allt til þessa dags. Ef vér nú stæðum hér fyrir Jóni Sigurðssyni, svo að vér mættum til hans mæla, mundum vér þá geta sagt, með þeim sannindum sem hann heimtaði af hverjum manni, mundum vér geta sagt: við höfum stjórnað þessu landi eins og þú gafst okkur fordæmi til, af trúmennsku og ráð- vendni, af þinni réttsýni, þínu sið- ferðilega hugrekki og þinni sann- leiksást.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.