Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 37

Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 37
FÉLAGSBRÉF 35 Erfið mundu þessi orð verða okkur. En stæðu þeir hér Sturla Sig- hvatsson og Þorgils skarði, þá gæt- uni við hiklaust gengið fram og sagt: við áttum Jón Sigurðsson, göfugan mann, í hvers munni engin svik voru fundin. Gjöf Jóns Sigurðssonar höf- um vér varið að langmestu leyti til iþess að stjórna landi voru eins og þið gerðuð, frændur, á ykkar tíð. Við eflum hvern flokk af öðrum; þeir eru hver og einn nógu öruggur til að hindra hvern hinna til að stjórna þessu landi; en enginn þess umkominn að stjórna sjálfur til góðs. Þessir harðsnúnu flokkar okkar gera rnörg ágæt herhlaup á víxl um þetta land og drepa menn unnvörpum hver fyrir öðrum, eins og þið frændur kunnuð. Okkur hefur einnig orðið stórum ágengt í því að beita litlum flokkum hver á annan, fáum mönn- um, sem hvergi sjást fyrir, en kunna að ráðast á þjóðina í einstigum og torfærum. En dæmi Jóns Sigurðs- sonar, svo og örlög ykkar frænda, hefur kennt okkur það eitt til hlítar að varast útlenda konunga. Það er von okkar að fyrir þetta þurfum við ekki að bíða sama dauða og þið frændur tveir. Því að Sturla Þórðar- son og Þórður Hítnesingur skrifuðu um ykkar verknað á sínum tíma góð- ar blaðagreinar sem við höfurn geymt og eigum enn. Vordagar minnar kynslóðar í land- inu hafa og verið hretsamir, af harkalegri nauðsyn. Frá þessum vor- dögum varð mér löngum minnisstæð gömul fyrirsögn úr þjóðmálablaði: Ágœtar fréttir af norSurlandi! Ekkert handarvik unnið viS EyjafjörS í þrjá sólarhringa! Þetta var í þann tíð, er við höfð- um allir mikinn liðsdrátt og fjöl- menna herflokka, sem börðust um landið. Nú erum við komnir framhjá sjálfri öld Sturlunganna. Við erum komnir fram á öld þeirra Smiðs og Jóns skráveifu, þegar tveimur eða fáum stigamönnum var afhent af út- lendum þetta land, gegn afgjaldi. Við búum nú ár eftir ár við hömlu- lausan skæruhernað, eilífar og yfir- vofandi hótanir fárra og vel hald- inna upphlaupsmanna, sem sæta færi á ólíklegum stað og óvæntri stund, að ná þrælataki á þjóðinni, herða að, svo að hún verði öllu að játa. Því að þjóðin sjálf á sér enga vörn, og henni er með lögum, „heilögum rétti“, bannað að bera hönd fvrir höfuð sér gegn Jóni skráveifu. Við höfum, eins og stórþjóðirnar, háð hverja styrjöldina af annarri gegn okkur sjálfum, og eins og þær: viS getum aldrei lœrt neitt. Við háð- um stórstyrjöld allrar alþýðu á vor- dögum 1955, með útilegum og bar- eflum; þar vannst fagur og ágætur sigur, enda lofsunginn hástöfum, þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.