Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 40
C. N. PARKINSON: Lögmál Parkinsons - eða liinn vaxandi pýramídi Hér á eftir fer upphafskafli bókarinnar Parkinsorís Law eftir C. Northcote Parkin- son. Kom bók þessi fyrst út í Englandi árið 1957, hefur síðan veriS endurprentuS mörgum sinnum og auk þess þýdd á aSrar tungur. Hefur hún hvarvetna vakiS fögnuS. SÉRHVERT STARF þenst út, unz það krefst alls þess tíma, sem aflögu er til að ljúka því. Þetta hefur mönnum löngum verið ljóst, svo sem sannast á málshættinum: „Störfum hlaðinn á stund aflögu.“ Öldruð kona og iðju- lítil eyðir heilum degi í að skrifa og pósta bréfspjald til frænku sinnar. Klukkustund fer í að finna bréfspjaldið, önnur í gleraugnaleit og hálftími í að leita að heimilisfanginu. Ritstörfin taka fimm stundarfjórðunga, og loks eyðir kerling tuttugu mínútum í að ákveða, hvort hún eigi að hafa meðferðis regnhlíf út að j)óstkassanum á nassta götuhorni. Öllu þessu lyki störfum hlaðinn maður á þrem mínútum, en gamla konan eyðir í það heilum degi vafa, kvíða og strits og er örmagna eftir. Ef vér gerum oss ljóst, hversu teygjanlegt tímahugtakið er gagnvart framkvæmd ákveðinnar vinnu, og þá sérlega skrifborðsvinnu, liggur beint við að ályktai, að lítil eða engin tengsl séu milli vinnumagns og starfs- liðs. Ekki þarf heldur skortur á verkefni að leiða til iðjuleysis. Sá, sem ekkert viðfangsefni hefur, situr ekki ávallt auðum höndum. Starfið verður þeim mun flóknara og mikilvægara sem því er ætlaður lengri tími. Þessi staðreynd er alkunn, en ónóg athygli hefur beinzt að afleiðingum hennar, einkum að því er varðar embættisrekstur. Stjórnmálamenn og skattgreið- endur álykta (þótt stöku sinnum séu þeir efins), að aukinn fjöldi ríkis- starfsmanna reki rætur til aukinna verkefna. Efahyggjumenn hljóti að gera suma þeirra verklausa eða veita þeim öllum styttri vinnutíma. En í þessu efni missa bæði trú og efi marks, því að milli embættismannafjölda og magns verkefnis ríkir ekkert samband. Fjölgun starfsliðs lýtur lögmáli Parkinsons og væri að mestu hin sama, hvort sem vinnan ykist, minnkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.