Félagsbréf - 01.08.1959, Side 48
jóh.ásgeirsson: Vísnaþáttur
Um langan aldur hefur visan verið vinsæl
meðal þjóðarinnar. Eitthvað er þetta nú
breytt frá því sem áður var, en þó á hún
ennþá mikil itök í eldri kynslóðinni og
jafnvel ekki svo lítil í þeirri yngri.
Á fyrri öldum og árum, þegar þjóðin lifði
við kulda og kröpp kjör, kvað hún í sig
kjark og þrótt. Og enn á tuttugustu öld
er vísan leiðarstjarnan, sem léttir lífið.
Þannig kveður kunnur norðlenzkur hag-
yrðingur Haraldur frá Jaðri:
Sól í heiði hún mér var
hærðri neyð að varna.
Oft á skeiði ævinnar
elskuð leiöarstjarna.
Snjóa-veturinn 1918 kom Sigurður Hall-
dórsson, bóndi á Efri-Þverá í MiðfirÖi, að
Enniskoti í Víðidal og bað þar um haga-
göngu fyrir skjótta hryssu, er hann var
með, á þessa leið:
Þó að frónið freðið sé
og fínt um gróna haga,
litla bón mér láttu í té
lofaðu Skjónu að naga.
Hér er ein vísa, sem ekki mun áður birt,
eftir Bjarna Gíslason, er síðast bjó á Þor-
steinsstöðum fremri í Haukadal, Dölum:
Þýtt sem blærinn þitt var mál,
því mun aldrei neitað,
en hjá þér enginn hitti sál
hvernig sem var leitað.
Það mun hafa verið um eða fyrir síð-
ustu aldamót, að hjón nokkur bjuggu á
Eyrarbakka, er hétu Lénharður og Jófríður.
Þau tóku gamla konu, Gróu að nafni,
fyrir fulla meðgjöf, en sagt var að þau
hefðu fætt hana að miklu leyti á lýsi.
Þegar gamla konan dó, orti Magnús
Teitsson, kunnur hagyrðingur þar um
slóðir. Heims úr nauða hýsinu
heimtaði drottinn Gróu.
Léttist þá á lýsinu
hjá Lénharði og Jóu.
Einnig er þessi vísa eignuð Magnúsi
Teitssyni:
Þingmennirnir þutu á brott,
þegar tæmt var staupið.
Lögðu niður loðin skott
og laumuðust hurt, með kaupið.
Tveir bræður gengu á engjar. Ekki er
mér kunnugt um heiti þeirra. Þegar þeir
eru nýbyrjaðir að slá, segir annar:
Niður brettan hefur hatt,
heldur grettur er hann.
Ekki nettur, segi ég satt,
svona í blettinn fer hann.
Hinn svarar þegar:
Enginn kjörði þar til þig
að þrengja að hörðu skapi.
Ég þenki að jörðin þiggi mig
þó að hörðin slapi.
Vísa sú, er hér fer á eftir, er eignuð
Sölva Jónssyni bóksala, eins og hann var
venjulega kallaður hér í Reykjavík.
Hann var Skagfirðingur að uppruna og
mun þá á yngri árum hafa kynnzt séra
Sveini Guðmundssyni í Goðdölum.
En eftir það, að Sölvi flutti úr Skaga-
firði, liðu 30 ár, þar til hann sá aftur séra
Svein.
Átti Sölvi þá að hafa sagt um leið og
hann heilsaði presti:
Enn þá stend ég alveg beinn,
um ellina lítt ég hirði.
Nú þekkir ekki séra Sveinn
Sölva úr Skagafirði.