Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 48

Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 48
jóh.ásgeirsson: Vísnaþáttur Um langan aldur hefur visan verið vinsæl meðal þjóðarinnar. Eitthvað er þetta nú breytt frá því sem áður var, en þó á hún ennþá mikil itök í eldri kynslóðinni og jafnvel ekki svo lítil í þeirri yngri. Á fyrri öldum og árum, þegar þjóðin lifði við kulda og kröpp kjör, kvað hún í sig kjark og þrótt. Og enn á tuttugustu öld er vísan leiðarstjarnan, sem léttir lífið. Þannig kveður kunnur norðlenzkur hag- yrðingur Haraldur frá Jaðri: Sól í heiði hún mér var hærðri neyð að varna. Oft á skeiði ævinnar elskuð leiöarstjarna. Snjóa-veturinn 1918 kom Sigurður Hall- dórsson, bóndi á Efri-Þverá í MiðfirÖi, að Enniskoti í Víðidal og bað þar um haga- göngu fyrir skjótta hryssu, er hann var með, á þessa leið: Þó að frónið freðið sé og fínt um gróna haga, litla bón mér láttu í té lofaðu Skjónu að naga. Hér er ein vísa, sem ekki mun áður birt, eftir Bjarna Gíslason, er síðast bjó á Þor- steinsstöðum fremri í Haukadal, Dölum: Þýtt sem blærinn þitt var mál, því mun aldrei neitað, en hjá þér enginn hitti sál hvernig sem var leitað. Það mun hafa verið um eða fyrir síð- ustu aldamót, að hjón nokkur bjuggu á Eyrarbakka, er hétu Lénharður og Jófríður. Þau tóku gamla konu, Gróu að nafni, fyrir fulla meðgjöf, en sagt var að þau hefðu fætt hana að miklu leyti á lýsi. Þegar gamla konan dó, orti Magnús Teitsson, kunnur hagyrðingur þar um slóðir. Heims úr nauða hýsinu heimtaði drottinn Gróu. Léttist þá á lýsinu hjá Lénharði og Jóu. Einnig er þessi vísa eignuð Magnúsi Teitssyni: Þingmennirnir þutu á brott, þegar tæmt var staupið. Lögðu niður loðin skott og laumuðust hurt, með kaupið. Tveir bræður gengu á engjar. Ekki er mér kunnugt um heiti þeirra. Þegar þeir eru nýbyrjaðir að slá, segir annar: Niður brettan hefur hatt, heldur grettur er hann. Ekki nettur, segi ég satt, svona í blettinn fer hann. Hinn svarar þegar: Enginn kjörði þar til þig að þrengja að hörðu skapi. Ég þenki að jörðin þiggi mig þó að hörðin slapi. Vísa sú, er hér fer á eftir, er eignuð Sölva Jónssyni bóksala, eins og hann var venjulega kallaður hér í Reykjavík. Hann var Skagfirðingur að uppruna og mun þá á yngri árum hafa kynnzt séra Sveini Guðmundssyni í Goðdölum. En eftir það, að Sölvi flutti úr Skaga- firði, liðu 30 ár, þar til hann sá aftur séra Svein. Átti Sölvi þá að hafa sagt um leið og hann heilsaði presti: Enn þá stend ég alveg beinn, um ellina lítt ég hirði. Nú þekkir ekki séra Sveinn Sölva úr Skagafirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.