Félagsbréf - 01.08.1959, Page 51
FÉLAGSBRÉF
49
samvizku. Hún hefur brotizt undan eftir-
liti foreldra, frænkna og kennara og losn-
að við 'þær hömiur, þann ótta og spenning,
sem þjakaði okkur á uppvaxtarárunum.
... Hamingjusöm nýtur hún þessara aldurs-
ára með þeim eldmóði, fjöri og áhyggju-
leysi, sem æskudögunum eru eiginleg. En
fegurst við þessa hamingju finnst mér það,
að æskan þarf ekki lengur að hræsna fyrir
öðrum, heldur getur verið hreinskilin við
sjálfa sig og einlæg í tilfinningum sínum
og þrám. Má vera að vegna áhyggjuleysis-
ins skorti unga fólkið nú á dögum eitt-
hvað af þeirri lotningu, sem við bárum í
æsku fyrir andlegum verðmætum. Vera má
einnig, að með hinum frjálslegu umgengnis-
háttum fari eitthvað það af ástinni for-
görðum, sem okkur fannst sérstaklega dýr-
mætt og töfrandi.......En allt þetta finnst
mér lítilfjörlegt á móts við þá heillavæn-
legu breytingu, að æskan nú á dögum er
einörð og sjálfsörugg, frjáls af ótta og
hömlum. ...“
Hvað segja nú þröngsýnar hræsnisskraf-
skjóður vorra daga, sínöldrandi um spill-
ingu unga fólksins, um þessa kenningu
hins vitra rithöfundar?
Stefan Zweig hefir verið framúrskarandi
hráðþroska maður, enda náði hann furðu
skjótlega miklum analegum þroska og þar
með viðurkenningu og frægð. Hann þurfti
ekki að berjast langri og harðri baráttu
fyrir frægð sinni á æskuárum. Af þessu
leiddi, að hann batt ungur náin kynni við
ýmsa fremstu snillingana í lista- og
menntaheimi meginlandsins. Lýsir hann
miirgum þessara manna á óviðjafnanlegan
hátt í ævisögu sinni, og fær oss þannig í
hendur margar fráhærar persónulýsingar
mikilla manna. Eykur það eigi lítið gildi
bókarinnar. Ógleymanleg hlýtur öllum að
verða lýsingin á Rainer Maria Riike, þessu
fíngerða og hógværa skáidi. Listaverk
Rilkes vaxa og hækka enn í vitund vorri
og skilningi við þessa næmu og geðþekku
lýsingu Zweigs á persónu hans.
Zweig lýsir mörgum öðrum merkismönn-
um á ógleymanlegan hátt, t. d. eldhuganum
Theodor Herzl, ritstjóra við Neue Freie
Presse í Vín, baráttumanni fyrir málstað
Gyðingaþjóðarinnar; rilhöfundinum og
menningarboðberanum Emile Verhaeren,
sem hvatti þjóðir Evrópu lögeggjan undir
kjörorðinu: „Admirez-vous les uns les
autres", stjórnmálamanninum Walter Rat-
henau, sem nazistar myrtu: skáldinu
Romain Rolland; Maxim Gorkí. Lýsingin á
heimsókninni til franska myndhöggvarans
Rodins er hreinasta perla. — En Zweig
bregður upp fyrir sjónum vorum mynduin
af mörgum fleiri frægum mönnum, skýr-
um og meitluðum, t. d. af Hugo von
Hofmannsthal, James Joyce, höfundi
Ulysses, Ferruccio Busoni tónsnillingi o.
fl„ o. fl.
En undir hinum breiða og fjölskrúðuga
straumi frásagnarinnar svellur hvarvetna
treginn og uggurinn um framtíð mann-
kynsins og menningarinnar, afdrif frelsis-
ins og listarinnar. Þetta þjáir Stefan Zweig
sárt síðustu skeið ævinnar, og sú þjáning
reið honum loks að fullu.
Það var mikill fengur að fá þessa bók
á íslenzku. Af slíku verki má Menningar-
sjóður vera fullsæmdur.
Þýðing þeirra Ilalldórs J. Jónssonar og
Ingólfs Pálmasonar er rituð á afbragðs
góðri íslenzku, svo að sums staðar er unun
að lesa. Enda hefði það verið hötmulegt,
ef þýðing slíkrar hókar hefði lent í hönd-
unum á einhverjum bögubósum. Of fáir
útgefendur gera sér ljóst hve áríðandi það
er að velja bókum snjalla þýðendur og
stílfæra íslenzkumenn. Það borgar sig.
Ragnar Jóhannesson.