Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 55
FÉLAGSBRÉF
53
GuSmundur L. FriSfinnssan:
Hinumegin við heiminn.
Skáldsaga.
ísafoldarprentsmiSja 1958.
ú skoðun þfikkist og þykir fín, að skáld
geti tæplega nokkur orðið annar en
sá, sem ekki snertir á öðru verki en að
handleika pennaskaft. En íslenzkt lista-
mannseðli er áleitið og neitar oft að lúta
svo fáránlegum kurteisisreglum. Ljóst dæmi
þess er þrjú skáld á miðjum aldri, sem
allir bera Guðmundarnafn og búa búi sínu
í afskekktum sveitum. Einn situr frammi
í Hvítársíðu og er nú eitt bezta og list-
fengasta ljóðskáld Islendinga, auk þess
sem bann hefur ritað góða skáldsögu; ann-
ar býr vestur í Onundarfirði og er ljóð-
skáld gott; og þriðji Guðmundurinn á
heima langt frammi í Skagafjarðardölum
og hefur nú á sjötta tug aldarinnar hafizt
upp á bekk betri skáldsagnahöfunda okk-
ar. Þeir nafnarnir og þremenningarnir eru
skemmtileg og áþreifanleg sönnun um það,
að búseta í höfuðstaðnum, kaffihúsasetur
og pílagrímsgöngur til Parísar eru ekki
óhjákvæmileg skilyrði þess að vera góð-
skáld og listamaður á Islandi.
Skáldið á Egilsá íór varlega af stað á
rithöfundarbrautinni og þreifaði gætilega
fyrir sér. Ilann byrjaði á barnabókum, áð-
ur en hann hætti sér út á refilstigu hinnar
lengri skáldsögu. Á undanförnum fjórurn
árum hefur hann gefið út þrjár skáldsögur.
Sá ferill er með eðlilegum hætti: sú síð-
asta er bezt.
„Hinumegin við heiminn" er saga um
tslenzkan Hamlet, Börk Arason, sem dagar
uppi sem nátttröll fyrir dagsbrún nýja
timans og koðnar niður á koti sínu, enda
þótt margt togi hann þaðan. Tryggð og
skyldutilfinning halda honum föstum, lika
fremur óljósar hugsjónir um viðhald byggð-
arinnar, en þó vafalítið fremur andúð hans
sjálfs á því að taka eindregna og snögga
afstöðu. Lfann „beygir hjá“ eins og Pétur
Gautur, og á úrslitastundum er hann ekki
viss um það fremur en Hamlet Shake-
speares „... . Whether, its nobler in the
mind to suffer/ The slings and arrows of
outrageous fortune,/ Or to take arms
against a sea of troubles,/ And by opposing
end them.“ Þannig fer honum í ástamál-
unum, hann fær ekki hert upp hugann og
gripið gæfu sína, þegar hún býðst.
I sögunni er lýst átökum milli nýja og
gamla tímans, breytingunni í byggð lands-
ins og atvinnuháttum þjóðarinnar, sem á
síðari áratugum hafa gert meginhluta Is-
lendinga að borga- og þéttbýlismönnum.
Hinn fljóttekni gróði við sjávarsíðuna
freistar röskra bændasona, aðrir tregðast
við og vilja ekki yfirgefa byggðir og bú.
I skáldsögu Guðmundar Friðfinnssonar
taka þessi þjóðfélagsátök á sig mjög per-
sónulegan blæ. Börkur Arason er, þrátt
fyrir allt, ekki þjóðfélagslegur samnefn-
ari þess hluta iþjóðarinnar, sem eftir verð-
ur í sveitunum. Eðlisfar hans ræður hér
mestu um, en ekki hugsjónir. Ilann er
hlédrægur og innhverfur. Strax í fyrsta
kafla gera þessar tvær lífsstefnur upp sak-
i sínar. Óróamaðurinn Skæringur hefur
yfirgefið óðal sitt og honum hefur græðzt
fé í borginni. Hann segir: ,,....Ur því
að lífið er kraftur, getur það ekki annað
en fallið fram, leitað nýrra farvega og
meiri ávaxtar. Allt erfiði, þjáning og sárs-
auki, sem menn verða að þola er fullborg-
að með því að fá að lifa endalaust þessu
dásamlega, fjölbreytta lífi, og fullnægjan
fellst í því að beizla allan þennan kraft
umhverfis okkur, meira að segja loftið.1'
Börkur lýsir hins vegar afstöðu sinni
til lifsins með þessum orðum: ,,....Ég
hef aðeins uppskorið eitt, ró þess er bíður.