Félagsbréf - 01.08.1959, Page 57

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 57
FÉLAGSB RÉF 55 Fyrir mér er loksins svo komið, að hið hversdagslega, hægstreyma yfirborð hug- ans er hvorki heitt né kalt, í því eru eng- in Ijósbrot og engir skuggar, þar er ein- ungis kyrr flötur, er speglar bláan himin þess þögla draums, er aldrei verður ráð- inn.“ Þetta er athyglisverð skáldsaga og að mörgu leyti vel gerð. Ekki getur hún þó talizt föst í formi, það er eins og höfundur sé dálítið hikandi við svona stórt skáld- verk. Að vísu er hér um að ræða minninga- og dagbókarbrot Barkar Arasonar, en þó er söguþráðurinn höggvinn sundur helzt til viða og að þarflausu. Þannig verka t.d. yfirleitt hinar skrýtnu hugleiðingar um „vininn á Morgunstjörnunni", en sú hug- mynd er of lang sótt og tilgangslítil, en spillir þó varla miklu, getur aðeins talizt meinlaust skraut. Sumir kaflamir gætu verið prýðilegar, sjálfstæðar smásögur, án tengsla við megin sögurnar. Bendi ég t.d. á kaflann „Hann kemur í dag,“ sem hvar- vetna mundi sóma sér vel upp á eigin spýtur. Höfundi fer eins og fleiri skáldsögu- höfundum, þ.á.m. sjálfum Jóni Thorodd- sen, að lýsingar sumra aukapersóna takast betur en aðalpersónanna. Dæmi um skýrar og bráðsnjallar persónulýsingar í þessari sógu eru: Vinnuhjúin Gunna og Runki, og drengurinn Sigurvin. Það, sem mér virð- ist minnst sannfærandi í persónulýsingum bókarinnar, eru hin snöggu æðisköst Bark- sr Arasonar. Ifvað eftir annað ræðst þessi hægláti sveitamaður með offorsi á tnenn, er meira að segja einu sinni gran- aður um morð. Það er það eina reyfara- kennda í sögunni. , Höfundi þarf að lærast betur að sníða af það, sem tilgangslaust er fyrir stíl og frásögn. T.d. er nær heill kafli, frásagan um skæðakaupin (Hrukkur), að mestu út í bláinn. Sums staðar ber á mælgi og upphrópunum, sem eru til lýta. Dæmi: „Ég er á móti allri andskotans flokkaskipt- ingu,“ segir nú Miðgarðsormurinn og rang- hvolfir óskaplega í sér glyrnum. „Ég vil bara hafa einn flokk, sem' sé mannflokk, og engan bölvan (sic!) mun þar á — allir éti það sama.“ „Heyr,“ hrópa ég. „Þetta er gott hjá Miðgarðsorminum." „Ég er alveg á sama máli og Miðgarðs- ormurinn," segir Runki enn út úr gamla andlitinu sinu. „Þannig ætti það að vera eins og Miðgarðsormurinn segir.“ — Mörg orð og einskis verð. Guðmundur Friðfinnsson er áreiðanlega rómantískur maður í eðli sínu, og það brýzt víða fram. En það er eins og hann minnkist sín fyrir það, rómantík er víst ekki talin „móðins“, og þá skýtur hann stundum inn glannaskap og grófyrðum til að vega upp á móti. En þetta er óþarfi. Hví ekki að leyfa rómantísku og draurn- lyndu hugarfari að njóta sín til fulls öðru hverju í góðri sögu? Enn er mannssálin móttækileg fyrir fagrar stemningar og þarfnast þeirra beinlinis á tímum kjarn- orku og vélamenningar. Náttúruskoðari og náttúruunnandi er G. Fr. mikill og smekk- vís. Guðmundur Friðfinnsson er höfundur stílfær i bezta lagi, og þessi saga hans er læsileg og geðfelld. Fram hjá honum verð- ur ekki lengur gengið, þegar taldir eru betri skáldsagnahöfundar vorir. Honum hefur haldizt vel og búmannlega á skáld- skapargáfu sinni. Ragnar Jóhannesson.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.