Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 15
HA-NNES PÉTURSSON:
Um skáldskap Snorra Hjartarsonar
Erindi haldið á bókmenntakynningu í háskólanum 12. marz s.l.
I.
Fyrir sextÁN Árum, 1944, kom út bók með aðeins 21 ljóði og hét ósköp
yfirlætislausu nafni: Kvœði. En þetta 21 ljóð skipaði höfundinum, Snorra
Hjartarsyni, sem þá var 38 ára gamall og 'hafði ort í kyrrþey, umsvifalaust
á fremsta bekk ljóðskálda vorra. Þjóðin hafði eignazt nýtt skáld, sem seiddi
fagran og nýstárlegan hljóm úr tungu hennar og sló töfrasprota landiði
sem hún byggir, svo það reis upp í nýrri dýrð.
Síðan liðu átta ár, þá kom önnur bók skáldsins, ljóðabókin Á Gnitaheiði,
fögur sem hin fyrri, en stærri í sniðum, veigameira verk, bergmál tímans
sem var að líða. Skáldskapur Snorra hafði tekið nýja stefnu.
Eins og gefur að skilja hefur margt verið rætt og ritað um þær tvæí
Ijóðabækur Snorra Hjartarsonar sem ég nú nefndi, svo áberandi sess sem
hann skipar í íslenzkri nútímaljóðlist. 1 þessu erindi mínu ætla ég að gera
tilraun til að leggja þar orð í belg, en þar sem ég geri ráð fyrir að ýmsum,
sem á mál mitt hlýða, þyki sem þ?ir grípi í tómt, vil ég benda á, að um
fvrri bók Snorra hefur Kristinn E. Andrésson ritað ágætlega í bókmennta-
sogu sinni og um nokkur einstök kvæði úr báðum bókum skáldsins hefur
Helgi Hálfdanarson ritað alllanga grein í Tímarit Máls og menningar 1955,
þar sem hann rekur sundur hið margslungna form þeirra. Það, sem ég
®tla að leitast við að gera, er að sýna, hvað' skáldinu býr í hug í verkum
sinum, hver séu einkenni hvorrar bókarinnar og hvaða stefnu skáldskapur
hans hafi tekið frá hinni fyrri til þeirrar síðari. Einnig mun ég fara nokkr-
um orðum um ljóðform Snorra og stöðu í íslenzkri ljóðagerð.