Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 27
FÉLAGSBKÉF
25
Krlingssyni breytisí þetta. vinnubrögðin verða markvissari, og hin helztu
skáld síðan hafi ekki slakað á í þessu efni, enda þótt nokkur þeirra, þar
á meðal Snorri Hjartarson, rísi hœrra en önnur í miskunnarlausri öguu
bragforms og ljóðmáls.
Hragform Snorra og ljóðmál eiga sér rætur, sem liggja vítt; þar mæt-
ast ólíkir straumar: suðræn klassík, því Snorri er frábært sonnettuskáld og
hefur ort eina sestínu, kvæðið Við ána; nýrómantízka aldainótanna, módern-
ismi 20. aldar. og síðast en ekki sízt Edda Sæmundar og dróttkvæði og öll
íslenzk ljóðbefð síðan, enda er skáldið handgengið öllu því helzta og bezta
i Ijóðlist vorri frá öndverðu til þessa dags. Allt skapar þetta nýja einingu
í verkum hans, frá klassíkinni fær hann bragarhætti. frá nýrómantízkunni
skrúðmikið Ijóðmál. frá módernismanum táknmál og frá honum og Edd-
unni frjálslega og djarfa. en þó hnitmiðaða hrynjandi, frá dróttkvæðunum
hálfrímið, sem hann beitir mjög mikið. oft sem endarími, og frá öðrum
eldri íslenzkum skáldskap þann þjóðlega blæ, sem er yfir sumum ljóða
hans. Rækur Snorra eru því i eðli sínu symfónísk verk. fjöldi bljóðfæra
ber Ijóðlist hans uppi. Þetta markar stöðu hans í íslenzkri nútímaljóðagerð,
hann er klassískur. nýtízkulegur og þjóðlegur í senn, og skáldskapur hans
er beint framhald íslenzkrar ljóðhefðar, 'hann auðgar hana og saihræmir
kröfum tímans, eins og öll meiriháttar skáld á undan honum höfðu gert,
en þó er mikilvægast af öllu: hann gengur aldrei að list sinni með kæru-
leysi, heldur með alvöru og óskiptur. því hann veit að skáldskapur er
alvörumál, ekki til að gamna sér við. heldur dýrmætl tæki lil að tjá á
varanlegan hátt það, sem mönnum býr dýpst í hug, og hann hefur aldrei
ort fyrir aðra en hina vandlátustu og kröfuhörðustu lesendur og ber þvi
hátt merki hins sanna listamanns.