Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 47
félagsbréf lö áttu þá við algera andstæðu þeirra „staðreynda“, sem raunsærri menn lé' 11 sig skipta. 1 fyrsta lagi eru hugsmíðar ímyndunaraflsins engir hugarórar og hafa aldrei verið. í öðru lagi eru staðreyndirnar ekki lengur það, sem afar vorir héldu að þær væru, þegar hinar hamingjusömu og fjai- lægu kynslóðir Viktoríutímabilsins voru uppi, þegar vísindin tíndu stað- reyndirnar úr lífinu alveg eins og einhver væri að tína agnir upp úr hafra- grautnum sínum og raða þeim í mynstur á pappírsblað. Sannleikurinn er með öðrum orðum sá, að öll ljóðagerð og öll list ev algerlega háð mannlegri reynslu þessa heims, og í hvert sinn sem tilraun hefur verið gerð til þess að fjarlægast og flýja þennan raunverulega heim, í einu eða öðru listformi, og slíkt hefur oft verið reynt á okkar dögum. þá hefur þessi sannleikur sannazt enn áþreifanlegar en áður. Þau ljóð, til dæmis, sem eru orðin til fyrir starfsemi undirmeðvitundarinnar, eins og átti ser stað um ljóð fyrstu súrrealistanna, eða svo vildu þeir vera láta, byggjast engu minna á mannlegri neynslu en eldri ljóð og þau eru engu síður orðin til við úrval á andartaksstundum reynslunnar. Eini munurinn er sá, að sáldinni, sem notuð er við þennan prósess, er komið fyrir einhvers staðar utan við venjulega meðvitund. En þar með er ekki sagt, að ljóðið verði að einhverjum föðurlausum umskiptingi. Þvert á móti er það jafnvel enn aug- ljósara, að slíkt ljóð er orðið til fyrir venjulegan, mannlegan veruleika, heldur en til dæmis ljóð, sem samið er á sama hátt og Grikkir sömdu ljóð sin, fyrir tilstilli ákveðins vals, sem stjórnaðist af þeirri eðlisgreind skáldsins, er hann var sér meðvitandi um. Sönnunin fyrir þessu hefur fengizt með til- raunum þeirra núlifandi geðveikislækna, sem reynt hafa að fylgja þræði ful!- gerðra ljóða aftur á bak allt til þeirra róta, sem þau eiga sér í veruleikan- um. Þeir hafa sáralítið grætt á ljóðum Jo'hns Donnes, svo að einhver sé uefndur, en þeir liafa hins vegar skorið upp ríkulegan ávöxt úr ljóðum súrr- ealistanna. Ljóð súrrealistanna eru beinar upptökur, þar sem hugur skáld - ms, sem fyrir reynslunni varð, framkvæmir upptökuna, en hið talaða orð kemur í stað segulbandsins sjálfs. Allt sem þarf til þess að rata aftur á hak Bl hinnar óhamingjusömu æsku skáldsins, eða til þess að rekast á fyrri astamál lians, er að leika segulbandið afturábak. Öðru máli gegnir um John Donne. Þar á sér stað listrænt val, sem skáldið er sér fyllilega með- vitandi um, og þar með er engin leið að leika segulbandið aftur á bak á vélrænan hátt. Þá heyrist ekkert annað en það ískur og væl, sem þeir. er oota mikið segulbandstæki, kannast svo vel við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.