Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 18

Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 18
Október-bók AB Hugur einn þaft veit UM HÖFUNDINN KARL STRAND, höfundur bókarinnar Hugur einn það veit, er fæddur 1911. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1934 og háskólaprófi í læknisfræði við Iláskóla Islands árið 1941. Sama haust hlaut hann námsstyrk frá Brezku menningarstofnuninni, The British Council, og fór til Lundúna l’l framhaldsnáms. Hann stundaði fyrst nám í taugasjúk- dómum við Institute of Neurology, The National Hospital, Queen Square, London, sem tilheyrir Lundúnaháskólanum, síðan heilarannsóknir við hermannaspítala í Ox- ford. Á árunum 1942—-’46 stundaði hann nám í sálarfræði og geðfræði við ýmsar stofnanir í Lundúnum, en lengst af við The Institute of Psychiatry, The Mauds- ley Hospital, London, og The British Postgraduate Medical School, Hammer- smith Hospital, London, og tók próf í sálarfræði við The Conjoint Examining Board of England. Frá árinu 1943 vann hann jafnframt á geðveikraspítala, West Park Hospital, Epsom, sem er ein af allra stærstu stofnunum Lundúna í geðvísind- um og hefur á þriðja þúsund sjúklinga. Ilann er nú starfandi geðlæknir við þenn- an spítala, en hefur auk þess unnið jafn- framt sem ráðgefandi læknir í geðsjúk- dómum við ýmis önnur sjúkrahús, svo sem Lambeth Hospital, St. John’s Hospital í Lundúnum, og nú sem stendur við Wilson Hospital, Mitcham. Loks hefur hann stundað viðbótarnám í ýmsum hlið- argreinum geðfræðinnar, svo sem afbrota- sálarfræði, og komið fram sem geðfræði- legt réttarvitni við réttarhöld í Lundún- um. Hann hóf ritstörf þegar í skóla og hefir ritað fjölda greina í blöð og tíma- rit. Árið 1952 flutti hann erindaflokk í íslenzka útvarpinu er nefnist Úr ævintýra- sögu mannsheilans, er síðar birtist í tíma- ritinu Heilbrigðu lífi. Önnur grein um geðfræðilegt efni, Alcohol, birtist i tíma- ritinu Helgafelli árið 1947. Síðasta hálfan annan áratug hefur hann því starfað ein- göngu að rannsókn og lækningu geðveikra og taugaveiklaðra, og er bókin Hugur einn það veit sprottin upp úr reynslu þessara ára. E.H.F.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.