Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 18
Október-bók AB Hugur einn þaft veit UM HÖFUNDINN KARL STRAND, höfundur bókarinnar Hugur einn það veit, er fæddur 1911. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1934 og háskólaprófi í læknisfræði við Iláskóla Islands árið 1941. Sama haust hlaut hann námsstyrk frá Brezku menningarstofnuninni, The British Council, og fór til Lundúna l’l framhaldsnáms. Hann stundaði fyrst nám í taugasjúk- dómum við Institute of Neurology, The National Hospital, Queen Square, London, sem tilheyrir Lundúnaháskólanum, síðan heilarannsóknir við hermannaspítala í Ox- ford. Á árunum 1942—-’46 stundaði hann nám í sálarfræði og geðfræði við ýmsar stofnanir í Lundúnum, en lengst af við The Institute of Psychiatry, The Mauds- ley Hospital, London, og The British Postgraduate Medical School, Hammer- smith Hospital, London, og tók próf í sálarfræði við The Conjoint Examining Board of England. Frá árinu 1943 vann hann jafnframt á geðveikraspítala, West Park Hospital, Epsom, sem er ein af allra stærstu stofnunum Lundúna í geðvísind- um og hefur á þriðja þúsund sjúklinga. Ilann er nú starfandi geðlæknir við þenn- an spítala, en hefur auk þess unnið jafn- framt sem ráðgefandi læknir í geðsjúk- dómum við ýmis önnur sjúkrahús, svo sem Lambeth Hospital, St. John’s Hospital í Lundúnum, og nú sem stendur við Wilson Hospital, Mitcham. Loks hefur hann stundað viðbótarnám í ýmsum hlið- argreinum geðfræðinnar, svo sem afbrota- sálarfræði, og komið fram sem geðfræði- legt réttarvitni við réttarhöld í Lundún- um. Hann hóf ritstörf þegar í skóla og hefir ritað fjölda greina í blöð og tíma- rit. Árið 1952 flutti hann erindaflokk í íslenzka útvarpinu er nefnist Úr ævintýra- sögu mannsheilans, er síðar birtist í tíma- ritinu Heilbrigðu lífi. Önnur grein um geðfræðilegt efni, Alcohol, birtist i tíma- ritinu Helgafelli árið 1947. Síðasta hálfan annan áratug hefur hann því starfað ein- göngu að rannsókn og lækningu geðveikra og taugaveiklaðra, og er bókin Hugur einn það veit sprottin upp úr reynslu þessara ára. E.H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.