Félagsbréf - 01.12.1960, Page 14

Félagsbréf - 01.12.1960, Page 14
WILLIAM FAULKNER: Tveir hermenn William Faulkner fœddur 1897. Höfuðskál Bandaríkjanna nú. Hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels 1949. Um verk Faulkncrs vísast til formála eftir Krlstján Karlsson. að býddum smásögum eftir Faulkner, er út komu hjá Almenna bókafélaginu 1956. 'y'ið Pétur lögðum í vana okkar að fara niður til Killigrews gamla að hlusta á útvarp hjá honum. Við létum það dragast fram yfir kvöld- mat að farið var að dimma og stóðum undir stofuglugganum hjá karlinum, og heyrðum í útvarpinu,af því að kona Killigrews gamla var heyrnarsljó, svo að hann skrúfaði upp í tækinu eins hátt og það komst, og við Pétur heyrðum þannig allt eins vel í því, hýst ég við, eins og kerling Killigrews, enda þótt við stæðum úti undir vegg og glugginn væri luktur. En þetta kvöld sagði ég, „hvað? Japanar? Hvað þýðir perluhöfn?"', en Pétur sagði, „þei.“ Þarna stóðum við, og það var kalt úti og hlustuðum á útvarpið tala, nema hvað ég skildi hvorki upp né niður í því, sem sagt var. Svo sagði maðurinn, að nú væri ekki fleira í fréttum að sinni og við Pétur löbbuð- um aftur heimleiðis og hann sagði mér þá, hvað um var að vera. Því hann var nú orðinn nærri tvítugur og hafði tekið prófið sitt í júní er leið og vissi mikið: Japanar höfðu fleygt sprengjum á Perluhöfn, og að Perluhöfn var handan við pollinn. „Handan við hvaða polI,“ spurði ég. „Handan við stífluna, sem stjórnin lét hlaða uppi við Oxford?“ „Nei,“ sagði Pétur. „Handan við stóra pollinn. Kyrrahafið.“ Við fórum heim. Pabbi og mamma voru sofnuð, og við Pétur lágum vakandi í rúminu, og enn gat ég ekki komið þessu fyrir mig, en Pétur sagði mér það aftur: Kyrrahafið. „Hvað gengur að þér,“ sagði Pétur. „Þú ert að verða níu ára. Þú ert búinn að vera í skóla allar götur síðan í september. Hefirðu ekkert lært enn?“

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.