Félagsbréf - 01.12.1960, Page 15

Félagsbréf - 01.12.1960, Page 15
félagsbréf 13 Ég býst við séum ekki komnir að Kyrrahafinu ennþá, sagði ég. Ekki höfðum við enn lokið að sá baununum, enda þótt það hefði átt að vera búið um miðjan nóvember; pabbi var seint fyrir, eins og hann hafði ævinlega verið, frá því að við Pétur mundum eftir. Sömuleiðis þurfti að ná inn eldiviði, en engu síður fórum við Pétur á hverju kvöldi niður til Killigrews gamla. Þar stóðum við undir glugga hans í kuldanum og hlust- uðum á útvarpið. Síðan fórum við heim og lágum vakandi í rúminu, og Pétur sagði mér, hvað það var. Lengi vel, það er að segja. Svo hætti hann því. Nú var eins og hann vildi ekkert um þetta tala framar. Hann sagði mér að þegja, því að hann ætlaði að fara að sofa, en hann ætlaði bara alls ekki að fara að sofa. Hann lá grafkyrr og kyrrari en þótt hann hefði sofið, en ég vissi, að það var eitthvað að brjótast um í honum og fann þessu stafa frá honum, og það var einna líkast því, að hann væri reiður við mig, en á hinn bóginni vissi ég, að hann var alls ekki að hugsa um mig. Ellegar þá að hann væri með áhyggjur, en það var ekki heldur, því að hann hafði ekki neitt til að gera sér áhyggjur útaf. ^Hann var aldrei á eftir með neitt eins og pabbi, og því síður að hann léti þar við sitja. Pabbi gaf honum tíu ekrur lands, þegar hann var búinn í skóla. Og við Pétur þóttumst vita, að hann þættist góður að losna við þessar tíu ekrur, hann hafði þá þeim mun minna að hugsa um sjálfur. Pétur var búinn að sá baunum í þessar tíu ekrur undir veturinn, þær voru allar plægðar og sánar, svo að ekki gat það verið það. En eitthvað var það. Og enn fórum við á hverju kvöldi niður til Killigrews gamla að hlusta á útvarpið hans, og nú voru Japanar komnir til Filipusar- eyja, en MacArthur hershöfðingi spyrnti á móti. Svo fórum við heim og háttuðum, og Pétur vildi ekki segja neitt o^ ekki tala um neitt. Hann lá bara eins og hann væri í launsátri, og þegar ég snerti hann, fann ég að hann var harður og stífur eins og járn á lærið og alla síðuna, og loks eflir stundarkorn sofnaði ég. Svo var það eitt kvöld, og það var í fyrsta sinn, að hann sagði orð við mig, nema til að skúta mig fyrir að hafa ekki höggvið nógan eldivið hjá viðartrénu, og sagði: „Ég verð að fara.“ „Fara, hvert,“ sagði ég. „1 stríð,“ sagði hann. „Ætlarðu að fara, áður en við erum búnir að koma inn eldiviðnum?’1 „Fjandinn hirði eldivið.“

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.