Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 15

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 15
félagsbréf 13 Ég býst við séum ekki komnir að Kyrrahafinu ennþá, sagði ég. Ekki höfðum við enn lokið að sá baununum, enda þótt það hefði átt að vera búið um miðjan nóvember; pabbi var seint fyrir, eins og hann hafði ævinlega verið, frá því að við Pétur mundum eftir. Sömuleiðis þurfti að ná inn eldiviði, en engu síður fórum við Pétur á hverju kvöldi niður til Killigrews gamla. Þar stóðum við undir glugga hans í kuldanum og hlust- uðum á útvarpið. Síðan fórum við heim og lágum vakandi í rúminu, og Pétur sagði mér, hvað það var. Lengi vel, það er að segja. Svo hætti hann því. Nú var eins og hann vildi ekkert um þetta tala framar. Hann sagði mér að þegja, því að hann ætlaði að fara að sofa, en hann ætlaði bara alls ekki að fara að sofa. Hann lá grafkyrr og kyrrari en þótt hann hefði sofið, en ég vissi, að það var eitthvað að brjótast um í honum og fann þessu stafa frá honum, og það var einna líkast því, að hann væri reiður við mig, en á hinn bóginni vissi ég, að hann var alls ekki að hugsa um mig. Ellegar þá að hann væri með áhyggjur, en það var ekki heldur, því að hann hafði ekki neitt til að gera sér áhyggjur útaf. ^Hann var aldrei á eftir með neitt eins og pabbi, og því síður að hann léti þar við sitja. Pabbi gaf honum tíu ekrur lands, þegar hann var búinn í skóla. Og við Pétur þóttumst vita, að hann þættist góður að losna við þessar tíu ekrur, hann hafði þá þeim mun minna að hugsa um sjálfur. Pétur var búinn að sá baunum í þessar tíu ekrur undir veturinn, þær voru allar plægðar og sánar, svo að ekki gat það verið það. En eitthvað var það. Og enn fórum við á hverju kvöldi niður til Killigrews gamla að hlusta á útvarpið hans, og nú voru Japanar komnir til Filipusar- eyja, en MacArthur hershöfðingi spyrnti á móti. Svo fórum við heim og háttuðum, og Pétur vildi ekki segja neitt o^ ekki tala um neitt. Hann lá bara eins og hann væri í launsátri, og þegar ég snerti hann, fann ég að hann var harður og stífur eins og járn á lærið og alla síðuna, og loks eflir stundarkorn sofnaði ég. Svo var það eitt kvöld, og það var í fyrsta sinn, að hann sagði orð við mig, nema til að skúta mig fyrir að hafa ekki höggvið nógan eldivið hjá viðartrénu, og sagði: „Ég verð að fara.“ „Fara, hvert,“ sagði ég. „1 stríð,“ sagði hann. „Ætlarðu að fara, áður en við erum búnir að koma inn eldiviðnum?’1 „Fjandinn hirði eldivið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.