Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 7

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 7
AB — fréttir 1 fyrra Félagsbréfi var sagt frá mánaðarbókum Almenna bókafélagsins í ágúst og september sem nú eru í þann veginn að koma út. Bækur þessar eru Þœttir urn íslenzkt mál, erindaflokkur undir ritstjórn Halldórs Halldórssonar prófessors, °g tíunda bókin í bókaflokknum Lönd og þjóðir, Spánn eftir enska sagnfræð- tnginn Hugh Thomas. Allmargar bækur koma út á vegum Almenna bókafélags- lns á næstu mánuðum. Hér á eftir verður sagt frá næstu mánaðarbókum félags- lns og öðrum sem væntanlegar eru á næstunni, en í næsta Félagsbréfi verður væntanlega unnt að gera grein fyrir öðrum bókum sem út koma fyrir jólin. Október: Jómfrú Þórdis eftir Jón Björnsson Jómfrú Þórdís, ný skáldsaga Jóns Björnssonar, er söguleg skáldsaga og gerist a °ndverðri 17. öld. Sagan er í senn spennandi ástar- og sakamálasaga og víðtæk nldarfarslýsing, byggð á sögulegum heimildum. Stuttur kafli úr sögunni er lúrtur í þessu Félagsbréfi. Jón Björnsson er fæddur á Holti á Síðu árið 1907 og óx þar upp. Rúmlega tvítugur fór hann utan og var við nám á lýðskólum, fyrst í Noregi en síðan JJanmörku og ferðaðist einnig nokkuð um Evrópu. Jón fór snemma að fást við aÖ skrifa smásögur og birtist hið fyrsta af því tagi áður en hann fór utan. I JJanniörku skrifaði hann um langt skeið mikið í blöð og tímarit þar og annars staðar á Norðurlöndum. Árið 1942 kom fyrsta sk’áldsaga hans út á dönsku; nefndist hún Jordens magt og varð allvinsæl bók. Síðan skrifaði hann þrjár sJáldsögur á dönsku, þar á meðal Jón Gerreksson, og fjórar unglingabækur; l‘afa þessar bækur allar komið á íslenzku síðan. Eftir stríðið fluttist Jón Björns- ‘s°n heim aftur til íslands og hefur síðan skrifað á íslenzku. Hafa birzt eftir ^'a"n fimm nýjar skáldsögur, bæði samtíðarsögur og sögulegar skáldsögur, þar a n'eðal Valtýr á grænni treyju sem kom út 1951. Valtýr var síðar settur í leik- r'tslorm og leikinn í Þjóðleikhúsinu veturinn 1953—54. Árið 1955 kom út Allt FÉLAGSBRÉF ?>

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.