Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 9

Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 9
vexti Surtseyjar. Þá ritar dr. Sigurður itarlegan inngang að 'bókinni sem er eins konar yfirlitssaga gossins fram til 'þessa. Eins og kunnugt er sér enn ekki fyrir endann á því og verða því þess vegna ekki gerð tæmandi skil að sinni. Kort og teikningar eru í textanum, en ritgerðin er einnig birt í enskri þýðingu. Bókin um Surtsey er um 100 bls. að stærð, prentuð í Kassagerð Reykjavíkur hf. Torfi Jónsson hefur annazt umbrot hennar eins og Elds í öskju. Bókin kem- ur út í nóvember. Kvœði og dansleikir í haust koma út fyrstu bindin í fyrirhuguðu safni íslenzkrar þjó&jrœði sem Alinenna bókafélagið mun gefa út á næstu árum. I fyrstu 'bindunum tveimur sem koma út í haust, er safn danskvæða, það er kvæða sem talið er að hafi gengið í dansleikjum, og nefnist ritið Kvæði og dansleikir. Jón M. Samsonarson ^uagister og sendikennari í Kaupmannahöfn gefur kvæðin út. Ritar Jón ítar- ^egan inngang að safninu um íslenzka dansleiki þar sem hann fjallar um dans- leiki almennt og gerir grein fyrir öllum kunnum heimildum um leikina sjálfa °g tengsl þeirra við kveðskap. Kvæðunum sjálfum er skipað í þrjá aðalflokka, fornkvæði, vikivakakvæði og safn af viðlögum, en minni flokkar eru stökur °g kviðlingar, afmorskvæði, leikkvæði, þulur og langlokur. Engin sambærileg utgáfa þessara kvæða hefur fyrr verið gerð við hæfi íslenzks almennings. Mjög er vandað til útgáfunnar, og verður hvort bindi um 400 bls. að stærð. Eru fornkvæðin í hinu fyrra ásamt inngangi Jóns Samsonarsonar, en önnur kvæði 1 síðara bindinu. Ritið er sett og prentað í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en bundið í Félags- ^ókbandinu. Hefur Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri séð um útlit bók- ar>na. Bæði bindin koma út í lok nóvember. FÉL.AGSBRF,F 5

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.