Félagsbréf - 01.09.1964, Page 11

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 11
ekkert einsdæmi né er hann heldur hundinn myndlist; viðhorf sumra manna við bókmenntum og listum al- mennt virðast einatt mótast á eitthvað svipaðan hátt og lýst er í 'þessum greinarkafla, að minnsta kosti ef marka má altíða dóma og skoðanir. Þá gaumgæfa menn, meira eða minna yfirborðslega, einhverja „frásagnar- 'þætti“ listaverks, meta þessa revnslu af verkinu og bera saman við aðra feynslu sína, þekkingu, skoðanir, draga síðan ályktanir um verkið, hvort það sé nú „gott“ eða „vonl“, af þessu mati einu saman. Þannig er auðvelt að fylla skoðunar-formúlu af þessu tagi svo að umsögnin hæfi t.d. skáldskapar- verki eða leiksýningu eða jafnvel tón- verki — þó slíkar tónlistarskoðanir kunni að vísu að sýnast enn kjánalegri en aðrar. Og bersýnilega má leggja 'nisjafna áherzlu á ýmsa þætti skoðun- arinnar og meta þá mismikils til niður- stöðu, eða breyta formerkjum þeirra °o komast þannig að jákvæðum eða neikvæðum niðurstöðum eftir hentug- leikum. 2- Skoðanir. Það má vel vera að hvert skáldverk. ^vert listaverk feli í sér, með einhverju einhverja staðhæfingu um „heim- lnn ‘ eða „lífið“ eða ,,manninn“. Til ^œmis einhverja staðreynd: „NN úti- 'egumaður brauzt til byggða með lik ^°nu sinnar að jarðsetja hana í kirkju- barði.‘- £ga i;ijingU: „íslenzka þjóðin ^aut um langan aldur að grafa öll dýrustu verðmæti sín í jörð.“ Eða frumspekilega hugmynd: „Mannkynið læðist um að næturþeli fullt af ótta.“ En frá þessari skoðun er alllangt til hinnar, að það sé beinlínis tilgangur listaverka að fullyrða eitt eða annað við okkur, og þar með að í skáldskap leitum við einkanlega þekkingar. Ólíklega aðhyllist nokkur maður þessa hugmynd til neinnar fulln- ustu, eða svo hann hagi list- og bók- menntanotkun sinni fullkomlega að henni; en engu að síður verður hennar sí og æ vart í mati á skáldskap og list- um og umræðum um þessi efni. Algengt er þetta viðhorf við myndlist: menn meta málverk, til dæmis, einvörðungu sem frásögn af einhverju tilteknu landslagi, eða ann- arri fyrirmynd: myndin er metin eftir því hversu hún „líkist“ íyrirmynd sinni. Sami hugsunarferill liggur að margvíslegum skáldskapardómum. Al- veg eins og málverk á að líkja eftir fallegu landslagi, eins á skáldsaga, til dæmis, að viðhafa „raunsæi“, og þá helzt með einhverri tiltekinni móralskri áherzlu. Hugsunargangurinn er samur þó menn heimti „þjóðfélagslegar" eða „sálfræðilegar" skáldsögur, lil dæmis, eða bara „skemmtisögur“. Og þessarar ættar er hávaðinn af öllu tali um „já- kvæðan boðskap“ skáldverka, siðferði- legan eða pólitískan eða þjóðlegan eða hvað menn kjósa að kalla hann. Að sönnu er engin ástæða til að van- meta frásagnar- eða skoðunargildi listaverks, svo lengi sem ljóst er, að FÉLAGSBRÉF 7

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.