Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 14

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 14
einhverju skiptir. En „ný skáldsaga“ lætur standa á sér. Islenzk sagnagerð er bundin af arfi sínum engu siður en ljóðlistin: hinni raunsæju, epísku frásagnarhefð íslenzkra bókmennta sem kannski má segja að hefjist með verkum Jóns Thoroddsens á öldinni sem leið (hvað sem líður skyldleik hennar við forna sagnalist) en nái hámarki sínu og fullkomnun í verk- um Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness á þessari. Þeir sem síðan koma rísa ekki undir hefðinni; það er til marks, meðal annars, hversu nútím- ans, nýrra þjóðfélagshátta á Islandi, sér furðulega lítinn stað í tíðkanlegri sagnagerð. Hún er að langmestum hluta hundin liðnum tíma og viðhorfum i efnisvali og stílshætti, sem reyndar verður varla vitlega aðgreint. Nýjunga- viðleitni ungra höfunda er til þessa harla strjál og stundum undirstöðulítil. Flestir reyna að vinna reynslu sinni form raunsæilegrar skáldsögu; tilbreyt- ingarlítil raunsæiskrafan kann að setja sjálfri reynslu þeirra takmörkin. Krepp- an i íslenzkri sagnagerð mun varla leysast fyrr en upp koma höfundar sem ráða fram úr þessum vanda, megna að takast á við hann með nýjum hætti, með tungutaki sem skírskoti upp á nýtt til samtíðar þeirra. Menn vænta sér ekki mikils af ljóði eða skáldsögu á íslenzku um þessar mundir, taka við slíku og þvílíku hang- andi hendi, gefa því litinn gaum. Er ekki J)örf á nýjum skilningi orðlistar, lausn undan rígskorðaðri frásagnarkröfu fásinnis og vana, frjálslundaðri form- kröfum? Nýjum skilningi á „nota- gildi“ skáldskapar kynni að fylgja nýr skáldskaparáhugi. Það er eftirtektarvert að meðan kreppa ríkir í sagnagerð og ljóð- list býr við daufan og tregan lesendahój) eru leikhúsin sótl og setin og leiklist vex fiskur um hrygg. Og æ fleiri höfundar leita til leikhúss- ins. Leikhús er nýlegt á íslandi (eins og að sínu leyti myndlistin) og býr við enga skilgreiningu fyrirfram á verk- efni sínu; þessa frjálsræðis nýtur leik- húslist okkar, en það ræður líka vanda og ábyrgð leikhúsmannanna sem nú eru að móta leikhúsinu hefð og stefnu. Við höfum að sönnu ekki eignazt mjög nýtileg ný leikhúsverk enn sem komið er; en samt kann að vera ástæða til að ætla að J)ar verði næst tíðindi í íslenzkum bókmenntum. Vera má að leikhúsið verði farvegur þeirri raunsæi- legu samtíðarlýsingu sem skáldsagan hefur brugðizt að sinni. Og umfram alh kann að vera vonandi að það verði vettvangur formlilrauna sem njóti ja- kvæðari áhuga og skilnings en aðrar bókmenntanýjungar á íslandi nú um sinn. 5. Virkir dagar. Líklega var það ofmikils vænzt að listaþingið í vor leiddi í ljós einhverj- ar nýjungar um stöðu eða hag íslenzkra bókmennta eða lista. Þar voru engin tímaskiptaverk unnin. Né veitti hátíða- haldið neina sérstaka vísbending um 10 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.