Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 15

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 15
afstöðu almennings til lista og bók- mennta, hlut þeirra í daglegu menn- ingarlífi á Islandi. Menning er ekki bara arfur eða eign að fagna á hátíðum, en „halda vörð um“ þess í milli: hún er lif- andi afl í hverju mannlegu samfélagi: lifir lífi sínu í öllum samskiptum manna, hugsunarvenjum, lífsháttum, daglegu og stundlegu starfi. Umgengni og notkun skáldskapar og listaverka er að sönnu **kki nema eitt auðkenni menningarlífs. Listrænn smekkur, skilningur, viðhorf hvers samfélags kann að birtast þar að nokkru, en á samt undir niðri miklu ^eiri hlut að allri mótun hinnar dag- 'egu menningar. Og enn sem fyrr er l)að ekki grunlaust að hann sé ekki mJÖg mikill fyrir sér í íslenzku menn- lngarlífi um þessar mundir; kannski hefði ekki verið vanþörf að listamenn *tluðu sér dagstund að ræða þetta efni Sln í milli og við ráðamenn í þjóðfé- ^aginu og aðra viðmælendur. Það er að sönnu gott og gilt að setja upp kstaverk á almannafæri við hátíðleg tækifæri. En það er heimilt að spyrja 'aðamenn hverjum skilningi þeir skilji þau verðmæti sem list og mennt sam tíS uarinnar hafa fram að færa og hversu þau verði bezt hagnýtt í daglegu lífi þjúðfélagsins. Árleg úthlutun lista- mannalauna ber ekki vott mjög mót- uðum sjónarmiðum um þetta efni. Né ^tllSar opinberar eða bálfopinberar fram- 'ærndir, — ráðhúsbygging, kirkju- nn’ðar, ýmiss konar minningargerð ni^darmanna hingað og þangað um landið. Myndasýning arkitekta á lista- hátíð sýndi dæmi menningarlegrar bygg- ingarlistar hérlendrar; en sér hennar að jafnaði mikinn stað í mannvirkja- gerð eða skipulagi? Islenzk múgmenn- ing svokölluð — eins og hún birtist í hvers konar skemmtanaiðnaði, til dæm- is, kvikmyndaváli, dægurmessu blaða og útvarps — er löngum ótrúlega frumstæð og fátækleg. Er ekki þörf aukinnar umhyggju um þennan þátt íslenzkrar menningar: þess skilnings að ..menning“ okkar er ekki klofin í marga staði, en ein lifandi og starfandi heild? Frá þessu sjónarmiði séð er sjónvarps- málið í Keflavík varhugaverðast. Hver amerísk sjónvarpsstund á íslenzku heimili dregur mátt úr íslenzku menn- ingarlífi, gerir það fátæklegra, spillir vaxtarvon þess. íslenzk menningarhelgi er ekki tómt orð, ekkert þjóðrembu- hugtak — en vettvangur lífs og starfs sem á hverjum tíma skilgreinir tilveru okkar og tilverurétt.* Skáldskapur og listir ná víst aldrei í neinu samfélagi meiri þroska en um- hverfi þeirra heimilar þeim, menning- abhverfið þar sem þau eru vaxin. Menning verður víst aldrei samin að forskrift né rekstur hennar skipu- lagður eins og nú mun mikil tízka. En einmitt þess vegna kann menn- ingarstarf samfélags, á öllum sviðum þess, í öllum tilbrigðum, að vera bezta * Þórhallur Vilmundarson: Islenzk menn- ingarheigi. Erindi um sjónvarpsmálið. Helga- fell 1964. FÉLAGSBRÉF 11

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.