Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 18

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 18
Lögmann setti hljóðan. Kuldaleg framkoma fógetans vissi á allt annað en gott. Hann leit í kringum sig. Nokk- uð af heimilisfólkinu var komið út á hlað og þar á meðal kona hans. Ótta- svipur var á andlitum flestra. Þorkell ráðsmaður stóð álengdar hörkulegur á svip. Hann leit yfir hinn vopnaða hóp fcgetans, eins og hann væri að virða vaskleik þessara manna. Svo hristi hann höfuðið og beit saman vörunum í ráðþrota gremju. „Jafnvel þótt ég viðurkenni ekki að tilskipun höfuðsmannsins hafi við ís- lenzk lög að styðjast og telji hana því cgilda, mun ég eigi að síður sjá svo um að stúlkan mæti á þinginu, svo framarlega sem þar verður farið að réttum lögum,“ sagði lögmaður með þunga. „Rannsókninni verður hagað sam- kvæmt tilskipun höfuðsmannsins, sem yður mun vera kunnug, lögmaður. Vilji hún fúslega játa sína sök, verður máli hennar skotið undir náð kóngsins.“ Lögmaðurinn beit á jaxlinn og þagði. Hér var ekkert undanfæri. Jörgen Danielsen tvísté óþolinmóð- lega á hlaðinu. Nokkurs óstyrks gætti í framkomu hans; jafnvel þótt hann væri sá sterkari þessa stundina, gat hann ekki treyst á að það yrði til lengdar. Það var ekki laust við að hann sæi eftir því, hve hranalega hann hafði komið fram við lögmanninn. Lögmað- urinn liafði að minnsta kosti verið mikill vinur höfuðsmannsins, hvað sem um vináttu þeirra yrði í framtíðinni. — En nú var of seint að snúa við.... „Jæja, góðir hálsar,“ sagði hann, „vér megum ekki hafa hér lengri við- dvöl. Hvar er sú seka kvinna?“ „Ef þér eigið við jómfrú Þórdísi Halldórsdóttur, þá er hún í sínu kam- esi,“ sagði lögmaðurinn. „Gott! Segið henni að búa sig til ferðar með okkur.“ Lögmaðurinn mælti: „Ég hef sagt að hún skuli mæta á þinginu. Ég mun sjálfur hafa liana í mínu föruneyti. Það hlýtur að vera yður nóg trygging.“ „Þetta mál hefur verið dregið á langinn í mörg ár. Það er orsök þess að við verðum að tortryggja þá, sem um það hafa fjallað. Mér ber að koma fram þvi erindi, sem minn herra fól mér og tilskipunin útheimtir,“ mælt' fógeti, en var lítið eitt hægari. „Hefur Herluf Daa lagt fyrir yður að móðga yfirvald Norðurlands? spurði lögmaðurinn napurlega. „Minn herra hefur bífalað mér að komast að sannleikanum í þessu guði og mönnum hneykslanlega legorðsmálií og þér sjáið að vér 'höfum makt til að framkvæma það,“ svaraði fógetinn og benti um leið á lensuknekta sína- „Þér ógnið með vopnuðum stríðs- mönnum. 1 nafni vorra íslenzku laga neita ég að fallast á lögmæti svoddan aðgerða,“ mælti lögmaðurinn og hvesst) augun á fógetann. „Hvaða þvaður er þetta um íslenzk lög! Lögin eru aðeins ein fyrir þetta auma skattland og það er vilj1 14 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.