Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 19

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 19
kónglegrar majestætar og hans vísa ráðs.“ „Lögþingið neitaði að samþykkja þessa tilski])un og um það var Herluf Daa vel kunnugt.“ Jörgen Danielsen hrækti fyrirlitlega og sagði mað myndugleik, sem undir öðrum kringumstæðum hefði verið bros- legur: „Kóngleg majestæt hefur leyft þetta vesala lögþing svo sem leikfang handa innbyggjurunum. Þeir eru þrjózkir, en einfaldir, og halda að þeir stjórni sjálf- ir af því að þeir fá að kjafta. Vor maje- stæt hefur aðeins leyft þetta lögþing 1 sama skyni og maður geí'ur óþekkum krakka einhvern hlut til að róa hann, en það er aldeilis ekki meiningin að það eigi að stjórna neinu sjálft. Svona eru innbyggjarar þessa auma skattlands. Ég hef kynnzt þeim vel þessi ár, sem eg hef verið hér.“ „Meinið þér að þær réttarbætur sem Ver höfum fengið hjá kónglegii maje- stæt scu þá leikaraskapur einn?“ vKóngleg majestæt lætur ekkert ger- ast utan það, sem innbyggjurunum er 47rir beztu. . . . En ljúkum nú erind- um vorum, piltar. Hvar er sú forhsrta delinkventinna?“ spurði fógetinn og Sneri sér að lögmanninum. ”Ég, lögmaður á norðanverðu íslandi. kef enga plikt til þess að vera þénari kessastaðamanna. Ég mun klaga til ^ónglegrar majestæt yfir þessu fram- ferði.“ ”Dg ég, kóngsins fógeti. krefst þsss fr'inu löglega erindi sé engin hindr- un gerð,“ sagði Jörgen Danielsen og færði sig nær dyrunum. Heimilisfólkið þjappaði sér betur saman fyrir framan dyrnar. Lögmaður- inn beit á vörina og þagði. Hér var ekkert hægt að gera. Nauðugur varð bann að hlíta ofurefli hins nakta valds. Hann varð að taka á allri 'þeirri ró- semi sem hann átti til, svo að hann gripi ekki til einhverra örþrifaráða, sem mundu fremur skaða en gagna málstað jómfrú Þórdísar. „Ef sakakvinnan kemur ekki með góðu, verð ég að láta menn mína sækja hana inn í húsið,“ sagði fógetinn. Matróna Þorbjörg leit spyrjandi til nranns síns. Andlit hennar var náfölt, en þó var sem eldur brynni í augum hennar. Eólkið stóð í hnapp umhverfis þau og beið eftir vísbendingum frá húsbændunum. Þorkell ráðsmaður horfði rannsakandi á fylgdarmenn fó- getans. Hann sá strax að vonlaust var að veita mótstöðu. En sárast af öllu var þó að sjá Benjamín á Fjalli í miðj- um flokknum. Það var auðséð, að hann naut þess að vera í fylgdarliði fóget- ans, en er hann sá svipinn á Þorkatli, var eins og hann lyppaðist niður. Það augnaráð, sem ráðsmaðurinn sendi Benjamín, var þrungið slíku hatri og fyrirlitningu, að Benjamín fannst sem árar helvítis sæktu að sér og stingju sig með glóandi nálum. . . . „Leitið í húsunum!“ skipaði fóget- inn. Nokkurt hik kom á fylgdarlið hans. Enda þótt þeir væru alvoj)naðir en FÉLAGSBRÉF 15

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.