Félagsbréf - 01.09.1964, Side 20

Félagsbréf - 01.09.1964, Side 20
heimilismenn verjulausir og ekkert væri að óttast, var einhver geigur í þeim. Þeir voru því vanari að sitja og kneifa öl heima á kóngsgarðinum en standa í stórræðum. Er fógetinn sá að þeir hikuðu, varð hann ævareiður og öskraði: „Eftir hverju eruð þið að bíða? Þú, Benjamín, ert kunnugastur húsum hér! Farðu inn með tvo menn og sæktu kvinnuna! Fljótt!“ Benjamín færði sig nær dyrunum. En Þorkell ráðsmaður gekk í veg fyrir hann, greip í kraga hans að aftanverðu og slengdi honum frá sér, svo að hann skall ofan í hlaðið. „Júdas!“ hreytti 'hann út úr sér með samanbitnum tönnum. Þegar fylgdarmenn fógeta sáu þessar aðfarir, óðu tveir þeirra að ráðsmann- inum og settu lensurnar fyrir brjóst honum. Mundu þeir bafa rekið hann í gegn, ef foringi þeirra hefði ekki skorizt í leik. Benjamín brölti á fætur og reikaði afsíðis. Hann var yfirkominn af ótta. Hann hafði boðizt til að vera fylgdar- maður fógeta um héraðið af því að það var sannfæring bans, að hverjum góð- um manni væri skylt, að aðstoða yfir- völdin í hvívetna, en í ákafa sínum hafði honum sézt yfir þýðingarmikið atriði: Fógetinn yrði ekki nema nokkra daga um kyrit á þessum slóðum, og hvað tæki þá við? Þá hefði hann enga lensuknekta sér til varnar. Lögmaðurinn gekk nú fram og sagði með þunga: „Þar sem vér getum ekki hindrað ofbeldi þetta, mun ég, til að firra vand- ræðum, biðja stúlkuna að fylgjast með yður, svo framarlega sem þér heitið því að benni verði ekki mein gert, á meðan hún er í yðar umsjá.“ Fógetinn glotti svo að skein í gular tennurnar og svaraði: „Vor kónglega majestæt hefur ekk- erl annað en réttlætið fyrir augum, og hver sú persóna er sæl, sem fær tæki- færi til að hreinsa sinn þanka af synd og saurlífi frammi fyrir hans dómur- il um. Nú var lögmanninum nóg boðið. Hann, vörður laga og réttar, liafði neyðzt til að eyða miklum tíma í að sniðganga tilskipanir kóngsins af þvi að þær voru handan við allt réttlæti- Þessi háðung var eins og vot dula beint í andlit honum. Þolinmæði hans brast, hann æddi að fógetanum með steyttan hnefa og slengdi framan í hann þessum orðum: „Þú ættir ekki að nefna réttlæt>’ Jörgen Danielsen! Það, sem hér er að ske, er ranglæti og ofbeldi, sem ci hverjum glæp verra. Ég mun kæra yfir þessu þínu framferði, svo að þu hljótir verðskuldað straff, svo sein einn ofbeldismaður og skálkur.“ Jörgen Danielsen varð sótrauður af reiði. Sveinar hans otuðu lensum sm- um að lögmanni og hvæstu grimmdar- lega að honum. Hann hoþaði undan up)> að vegg. Matróna Þorbjörg óhikað á móti lensunum; hún óttaðist um líf manns síns og freistaði þesS 16 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.