Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 23
— ég njósnaði um þig. .. . Og kann- ske hef ég komið öllu kjaftaþvaðrinu á stað með því. ... Ég. ... ég lét prestinn.... prestinn ginna mig til þess. .. . Hann — hann er púki Sat- ans í prestaklæðum. .. .“ „Nei, Sólrún, þetta er ekki þín sök.... Sökin er mín. Ég hef sjálf drýgt þá synd, sem aldrei verður fyrir- gefin,“ sagði jómfrú Þórdís lágt. „Presturinn er púki Satans," endur- tók gamla konan, og nú var kjökur- svipurinn á andliti hennar vikinn fyrir hörku. „Hann ginnti mig, einfalda konu, til að njósna um þig.“ „Síra Magnús gerði það, sem hann hélt að væri sín plikt,“ sagði jómfrú Þórdís hugsi. Nú heyrðist hávaði úti fyrir og litlu síðar kom matróna Þorbjörg inn i kam- €sið. Hún leit á jómfrú Þórdísi og barnið alvarleg á svip, en leit strax aftur undan eins og hún þyrfti að blygðast sín. Hún mælti: „Fógetinn krefst þess að þú farir aieð honum. Ég skipa þér ekki að hlýðnast því boði, en við getum ekki hindrað áform hans. Hann er liðsterk- aH en við. Þetta eru þyngstu stundir ®vi minnar, en vita skaltu, að við mun- um gera allt, sem í okkar valdi stendur, hl að styðja þig í raunum þínum, sem ( ru þyngri en svo, að tár eða reiði eigi þar við.“ Jómfrú Þórdís stóð upp. Henni fannst snöggvast sem hún stæði á barmi Hyldýpis gjár, þar sem ótal forynjur myrkranna lægju fyrir henni í leyni og freistuðu að toga hana til sín. Ör- vilnunin náði snöggvast tökum á henni, svo að hún hrópaði í örvæntingu: „Góður guð á himnum hjálpi mér.“ En í því er hún sleppti orðinu varð hún skelfd. Hver var hún, hin seka kona, að hún dirfðist að ákalla nafn allsvaldanda guðs? Hún átti engan rétt lá himni eða jörðu fyrr en hún hefði afplánað þennan glæp.... Hún leit á barnið, sem nú var vaknað aftur. „Mamma“, sagði litla telpan og rétti hendurnar út eftir henni. „.... fyrir sakir þessa saklausa barns,“ hvíslaði hún um leið og hún kyssti dóttur sína. Matróna Þorbjörg gekk að rúminu og tók telpuna í faðm sinn. Það var iþegjandi yfirlýsing um að barnið skyldi ekkert skorta, utan það eina, sem ekki var hægt að veita henni. „Ég er tilbúin! “ sagði jómfrú Þór- dís og sveipaði sjali um 'herðar sér. Hún forðaðist að líta á Bjarghildi litlu, treysti ekki á styrk sinn, kveið því, að hún mundi bugast á síðustu stundu. „Bíddu andartak!“ Sólrún gamla gekk út úr kamesinu, en kom aftur að vörmu spori með lítinn hlut í hendinni, sem hún rétt jómfrú Þórdísi. „Þetta er guðs lamb úr silfri,“ sagði hún. „Geymdu það inni á þér. Það er verndargripur, sem amma mín átti og ég hef geymt eins og sjáaldur auga míns. Ég veit það hefur mikinn kraft, iþó að ég hafi orðið að fara dult með það, vegna þess nýja siðar, sem ekki FÉLAGSBRÉF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.