Félagsbréf - 01.09.1964, Side 30

Félagsbréf - 01.09.1964, Side 30
í ævarandi skini eilífðarinnar. Hann leit til þeirra — stjarnanna — og hon- um kom í hug demantsgítarinn og veraldarglýja hans. Ef til vill mátti segja um hr. Schaeffer, að hann hefði á allri ævi sinni gert aðeins eitt illt af sér: hann myrti mann. Reyndar skipta orsakir morðsins hér sáralitlu, en maðurinn verðskuldaði dauða, og fyrir því var hr. Schaeffer dæmdur í eins dags og níutíu og níu ára fangelsi. I langan tíma — xeyndar í mörg ár — hafði hann ekki hugsað til þess hvernig allt var áður en hann kom í búðirnar. Þá var minni hans sem yfirgefið hús þar sem húsgögnin hafa grotnað niður. En í kvöld var sem líflampa hefði verið brugðið upp í eyðilegum herbergjun- um. Fyrstu geislar hans höfðu skinið þegar hann sá Tico Feo koma í hálf- rökkrinu með gítarinn góða. Hann hafði ekki verið einn fyrr en þá. Og nú þegar hann gerði sér grein fyrir því, fann hann blóðið renna í æðum sér. Hann bafði ekki viljað lifa; að lifa var að muna blendnar ár með stiklandi fiskum og sólskin í konu- hári. Venjulega er svefnskálinn nöturleg ívera, dauft þefjandi af mönnum, kaldranaleg í birtunni frá tveim skerm- lausum ljósaperum. En með komu Tico Feo var sem suðrænn þeyr hefði yljað up]> kaldan kofann, og er hr. Schaeffer kom frá stjörnuskoðun sinni, blasti við honum gáskafull sýn. Tico Feo sat með krosslagða fætur á einu fletinu og sló gitarinn með löngum lipium fingrum og söng lag sem hljóm- aði eins hlakkandi og liringl í krón- um. Þótt textinn væri spænskur, reyndu sumir að syngja með honum, og Pick Axe og Goober dönsuðu saman. Charlie og Wink voru líka að dansa, en hvor í sínu lagi. Það var gaman að heyra lilátur mannanna, og þegar Tico Feo hætti loks leik sínum, var hr. Scha- effer meðal þeirra sem hylltu hann. „Þú átt skilið að eiga svona falleg- an gítar,“ sagði hann. „Hann er með demöntum,“ sagði sagði Tico Feo og strauk yfir glerglys- ið. „Einu sinni átti ég einn með rú- bínum. En lionum var stolið. 1 Ha- vana vinnur systir mín — hvernig segirðu það — þar sem eru búnir til gítarar; svoleiðis fékk ég þennan." Hr. Schaeffer spurði hvort liann ætti margar systur og Tico Feo lyftx fjórum fingrum upp, og glotli. Síðan kipraði hann saman augun og það kom græðgisglampi í þau: „Kæn herra,“ sagði liann, „viltu gefa niév dúkku handa systrum mínum tveim. Næsta kvöld færði hr. Schaeffev honum brúðurnar. Eftir það var hann bezti vinur Tico Feo og þeir óaðskilj' anlegir. Allar götur sýndu þeir hvor öðrum gagnkvæma tillitssemi. Tico F éo var átján ára og um tveggja ára skeið hafði hann unnið ;1 flutningaskipi á karabiska hafinu. I bernsku hafði hann gengið á klaustur- skóla, og hann bar gylltan róðukross um hálsinn. Hann átti talnaband líka- 26 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.