Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 31

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 31
lalnabandið geymdi hann vafið inn 1 silkiklút, sem í voru einnig þrj'ár gersemar: flaska af kölnarvatni, Even- lng in Paris, vasaspegill og veraldar- kort frá Rand McNally. Ásamt gít- arnum var þetta aleiga hans sem hann Ieyfði engum að snerta við. Ef til vill ^at hann kortið mest. Á kvöldin áð- ur en ljósin voru slökkt var hann vanur að breiða úr kortinu og sýna hr. Schaeffer hvar hann hefði komið: Galveston, Miami, New Orleans, Mo- I'He, Kúba, Haiti, Jamacia, Puerto Hico, Meyjareyjar, og svo hvert hann v'ildi fara. Hann vildi koma alls stað- ar> einkum til Madrid, einkum til I\orður-Heimskautsins. Þetta bæði hreif 0g hræddi hr. Schaffer. Honum Var um og ó að vita Tico Feo á sjónum °o í fjarlægum höfnum. Stundum horfði hann á vin sinn í laumi og l'Ugsaði með sjálfum sér: „Þú ert bara dugdreyminn letingi.“ Satt var það að Tico Feo var húð- latur. Eftir fyrsta kvöldið þurfti jafn- 'el að hvetja hann til að spila á gít- arinn. j morgunsárið þegar vörðurinn Wn að ræsa mennina, en það gerði |lann með því að slá hamri við ofn- ltln> var Tico Feo vanur að kjökra s>-rn krakki. Stundum lézt hann vera 'eikur, veinaði og neri á sér magann, Vtl hann komst aldrei upp með þetta, Vl Stjórinn sendi hann jafnan út á- Sarnt hinum. Honum og hr. Schaeffer 'ar skipað í vegavinnuflokk. Það var erH®i> þeir grófu niður í gaddaðan °g báru sekki fulla af púkkgrjóti. leir Vörðurinn varð sí og æ að reka á eftir Tico Feo, því hann var sífellt að reyna svíkjast um. í hádeginu þegar malirnir voru opn- aðir sátu vinirnir saman. Það var alltaf eitthvað í pokahorninu hjá hr. Schaeffer því hann hafði efni á epl- um og sætindum frá borginni. Honum þótti gaman að gefa vini sínum lost- ætið og vinur hans naut þess vel, og hr. Schaeffer hugsaði með sjálfum sér: „Þú ert að vaxa; langt er þangað til þú verður fullorðinn maður.“ Það kunnu ekki allir vel við Tico Feo. Sumir nöguðu hann á bak af því þeir voru afbrýðisamir eða af öðrum óskýranlegum orsökum. Tico Feo virt- ist ekki verða þess var. Þegar menn- irnir hópuðust um hann, og hann lék á gítarinn sinn og söng, mátti glöggt sjá að honum fannst hann vera dáður. Flestum þótti vænt um hann. Þeir biðu með óþreyju stundarinnar milli kvöld- matar og háttatíma. „Tico, laktu nú upp hljóðfærið,“ sögðu þeir vanalega. Þeir gáfu því ekki gaum, að treginn var dýpri eftir en fyrir. Svefninn flýði þá óðara en fugl flygi, og glaðvakandi einblíndu þeir þungt hugsi á bjarm- ann af snarkandi ofneldinum. Hr. Schaeffer var sá eini, sem skildi til- finningar þeirra, því honum leið sem þeim. Það var eins og vinur hans hefði seitt fram blendnar ár með stiklandi fiskum og konur með sólskin í hári. Brátt veittist Tico Feo sá heiður að sofa nærri ofninum, í næsta rúmi við FÉLAGSBRÉF 27

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.