Félagsbréf - 01.09.1964, Page 32

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 32
hr. Sohaeffer. Hr. Schaeffer hafði allt- af vitað að vinur hans var með af- brigðum ýkinn. Hann fiskaði ekki eft- ir sannleikanum í sögum Tico Feo af sigrum sínum, ævintýrum og fundum við frægt fólk. Fremur styttu þær hon- um stundir rétt eins og sögur í tíma ritum og honum hlýnaði um hjarta- rætur að heyra suðræna rödd vinar síns hvíslandi í rökkrinu. Þeir voru sem elskhugar, nema þeir höfðu ekki mök saman, þó slík grip væru ekki óþekkt í búðunum. Af árs- tíðunum er vorið umbrotamest: stráin kljúfa vetrarbrynju jarðar, og brum- hnappar skjóta upp kollinum á deyj- andi greinum, en dottandi kul smýgur um nýborin blöð. Og vorið hafði vakn- að með hr. Schaeffer; fjörkippir komu í harðnandi vöðvana. Seint í janúar sátu vinirnir á tröpp- um svefnskálans og héldu báðir á sígarettu. Sítrónugulur máni svignaði fyrir ofan þá og í ljósi hans glitraði á ísþræði jarðar líkt og ormavef. í marga daga hafði Tico Feo verið mjög dulur — þögull sem ræningi bíðandi eftir bráð. Það var ekki leng- ur hægt að segja: „Tico taktu upp hljóðfærið“. Hann leit aðeins á mann spurulum tregafullum augum. „Segðu sögu,“ sagði hr. Schaeffer sem vissi ekki livað liann átti af sér að gera þegar hann náði ekki til vin- ar síns. „Segðu þegar þú fórst á kapp- aksturinn í Miami.“ „Ég hef aldrei farið á kappakstur,“ sagði Tico Feo og játaði þar með á sig svörtustu lygasögu sína, þar sem hundruð dollara voru í veði og hanu hitti Bing Crosby. Það var ekki að sjá hann kippti sér upp við þetta. Hann tók fram greiðu og kembdi sér ólund- arlega. Fáum dögum áður hafði þessi greiða valdið mikilli rimmu. Einn mann- anna, Wink, hélt því fram að Tico Feo hefði stolið greiðunni frá sér og þá hafði ákærði spýtt framan í hann. Þeir höfðu slegizt unz hr. Schaeffer og annar maður skildu þá. „Þetta er greiðan mín. Segðu honum það, krafðist Tico Feo af hr. Schaeffer. En hr. Schaeffer neitaði festulega, vinur hans ætti ekki greiðuna, — svar sem virtist buga deiluaðila. „Jæja“, sagði Wink, „fyrst hann vill endilega eign hana, þessi hórusonur, láttu hann þa í guðanna bænum hafa >hana.“ „Ég hélt þú værir vinur minn.“ „Það er ég, hugsaði hr. Schaeffer þótt hann segði ekkert. „Ég fór ekki á neinn ka]jpakstur og það sem ég sagði um ekkjuna er held- ur ekki satt.“ Hann sogaði reykinn að sér svo að glóðin glæðnaði í sígarett- unni og leit síðan á hr. Schaeffer eins og hann væri að bollaleggja eitthvað- ?í4 „Heyrðu áttu peninga, herra minn. „Kannski tuttugu dollara,“ sagði hr- Schaeffer hikandi, hálft í hvoru hræd^' ur við hvað byggi undir. „Tuttugu dollarar, ekki nóg,“ sagði Tico, en vonbrigðalaust. „Skiptir ekki máli, við komumst samt. í Mobile er Fredrico vinur minn. Hann kernur okkur um borð í bát.“ Það var eins °í 28 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.