Félagsbréf - 01.09.1964, Page 34

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 34
„Kannski gabba ég hann,“ sagði Tico Feo og spýtti steini í áttina til Armstrong. Vörðurinn hvessti á hann augun, blés síðan í flautu. Það var merkið um að hefja vinnu aftur. Einhvern tíma síðari hluta dagsins hittust vinirnir; þeir voru að negla fötur undir terpentínuna við tvö tré sem stóðu þétt saman. Talsvert fyrir neðan þá skoppaði grunn árspræna sem kvíslaðist gegnum skóginn. „Eng- inn þefur í vatni,“ sagði Tico Feo smásmugulega eins og honum dytti í hug eitthvað sem hann hafði heyrt. „Við hlaupum í vatninu fram í myrk- ur, þá klifrum við uj)j> í tré. Er það ekki, herra minn?“ Hr. Schaeffer hélt áfram að liamra, en hann var skjálfhentur og hamarinn hitti þumalinn. Hann leit á vin sinn ringlaður. Á svip hans sáust engin merki þess að hann kenndi til, og hann stakk fingrinum ekki upj) í sig eins og menn gera venjulega. Blá augun hans Tico Feo virtust tútna út líkt og blöðrur og hann sagði hljóðar en vindurinn í trjátoppunum: „Á morgun.“ Hr. Schaeffer sá aðeins augun. „Á morgun, herra minn?“ „Á morgun,“ sagði hr. Schaeffer. Hr. Schaeffer hafði lítið hvílzt þeg- ar fyrstu eldar morgunsins glóðu á veggjum svefnskálans, og hann vissi að Tico Feo var líka vakandi. Svefn- ugum augum krókódílsins horfði hann á athafnir vinar síns í næsta rúmi. 1 ico Feo leysti i sundur klútinn þar 30 FÉLAGSBRÉF sem í voru dýrgripirnir. Hann tók fyrst upp vasaspegilinn. Fjöllitur geislinn dansáði á andlitinu. Hann dáðist að sjálfum sér með alvarlegum velþókn- unarsvip, greiddi og sléttaði hár sitt eins og hann væri að búa sig undir veizlu. Síðan hengdi hann talnabandið uffl háls sér. Kölnarvatnið opnaði hann ekki og heldur ekki kortið. Síðan lék hann á gítarinn. Meðan hinir klæddu sig, settist hann á rúmstokkinn og spil' aði. Það var undarlegt því hann hlýt- ur að hafa vitáð hann mundi aldrei slá þessa strengi aftur. 1 morgunmuggunni vísaði fugla- kvak mönnunum leiðina gegnum skóg- inn. Þeir gengu í einfaldri röÖ, fimmtán menn í hópi, og rak vörður lestina í hverjum flokki. Hr. Schaeffer svitnaði eins og á sumardegi, og hann gat ekki gengið í takt við vin sinn sem á undan gekk, smellti saman fingrunum og blístraði að fuglunuin- Merki hafði verið ákveðið. Tico Feo átti að kalla: „Tíminn“ og látast ganga á bak við tré. En hr. Schaeffer vissi ekki hvenær það mundi gerast. Vörðurinn Armstrong flautaði, °S menn hans leystu upp raðirnar, °S fóru hver á sinn stað. Hr. Schaeffer sem ávallt vann eins vel og hann gaf gætti þess að haga þannig vinnu sinni að hann sæi bæði til Tico Feo og varðarins. Armstrong sat á viðar- drumb, hann tuggði skro ósleitilega> og byssuhlaupið vísaði beint á sólina- Hann hafði refsleg augu spilamann»-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.