Félagsbréf - 01.09.1964, Page 35

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 35
ins; ekki var unnt að greina hvert hann leit. Annar maður gaf merkið einu sinni. Þótt hr. Schaeffer hefði strax heyrt að röddin var ekki vinar hans, greip hann skelfing og hálsinn herptist sam- an sem 'hengingaról. Síbyljan óx í eyrum hans eftir því sem leið á morg- uninn, og hann var hræddur um að heyra ekki merkið þegar það yrði gefið. Sólin kleif í hádegisstað. „Hann er bara dagdreyminn letingi. Það verður ekkert úr þessu,“ hugsaði hr. Schaeffer og leyfði sér jafnvel að trúa þessu. «Við borðum nú fyrst,“ sagði Tico l'eo drýldinn um leið og þeir settust niður á árbakkann með malina. Þeir snæddu þegjandi eins og þeir bæru kala hvor til annars, en við lok mál- tíðarinnar fann hr. Schaeffer að vinur hans þrýsti hönd hans blíðlega. 5!Hr. Armstrong, tíminn. .. .“ Válægt ánni hafði hr. Schaeffer séð gumtré og hann hugsaði að brátt kæmi v°r og kvoða þess yrði sæt undir tonn. Egggrjót hruflaði hann í lófan- Urn um leið og hann renndi sér niður kálan árbakkann. Hann stóð snarlega upp og tók til fótanna; hann var fót- 'eggjalangur, og hann hélt nærri því 1 við Tico Feo, og kaldar vatnssúlur gusu upp í kringum jiá. Hróp mann- anna bergmáluðu draugalega um skóginn likt og í helli og skotin dundu kátt yfir þá rétt eins og verðirnir væru skjóta á gæsahóp. Hr. Schaeffer sá ekki viðarbútinn sem lá þvert yfir ána. Honum fannst hann enn vera á hlaupum, en fæt- urnir brugðust honum; hann var sem sæskjaldbaka er strandað hefur á bak- inu. Á meðan hann barðist þarna virtist honum andlit vinar síns fyrir ofan sig vera hluti vetrarhiminsins — það var svo langt í burtu, álasandi. Það tafði þar aðeins örskot eins og hun- angsfluga, samt nógu lengi til þess að hann sá að Tico Feo vildi ekki að hann kæmist, hafði aldrei ætlað hann mann til þess, og honum flaug í hug að langt væri þangað til vinur hans yrði fullorðinn maður. Þegar þeir fundu liann flaut hann undan straumn- um í ökkladjúpu vatninu eins og hann hefði tekið sér svalandi bað á sumar- kveldi. Þrír vetur hafa liðið síðan, og hver um sig sagður kaldastur, lengstur. Tvo undanfarna regnmánuði gróf vatnið dýpri för í leirtroðninginn heim að búðunum svo örðugra er að komast þangað og þaðan en nokkru sinni fyrr. Tveim leitarljósum hefur verið komið fyrir á veggjunum, og þar brenna þau á nóttunni eins og glyrnur úr risauglu. Annars situr allt við það sama. Hr. Schaeffer lítur t.d. eins út nema hár hans hefur enn silfrazt og vegna ökkla- brotsins haltrar hann. Það var Stjór- inn sjálfur sem sagði að hr. Schaeffer hefði brotnað þegar hann reyndi að fanga Tico Feo. Það birtist líka mynd af hr. Schaeffer í blaðinu og þessi lína undir: „Reyndi áð hindra flótta.“ FÉLAGSBRÉF 31

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.